Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ásgrímur Jónsson, listamaður.
Ásgrímur Jónsson, listamaður.
Menning 17. júlí 2023

Bílferð um söguslóðir Ásgríms

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Ásgrímsleiðin er ökuferð um Flóann á söguslóðir Ásgríms Jónssonar listmálara, með viðkomu á sýningum Listasafns Árnesinga og Byggðasafns Árnesinga. Leiðin byrjar eða endar í Húsi Ásgríms, við Bergstaðastræti í Reykjavík.

Ásgrímur var fæddur 4. mars 1876 í Suðurkoti í Rútsstaðahverfi í Flóa og varð brautryðjandi í listasögu þjóðarinnar. Í Húsinu á Eyrarbakka er sýningin Drengurinn, fjöllin og Húsið, en þar réðist Ásgrímur til vistar upp úr fermingu. Þar er varpað ljósi á æsku hans og unglingsár. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Farið er um Stokkseyri að Gaulverjabæjarkirkjugarði þar sem Ásgrímur hvílir. Hægt er að heimsækja minnismerki um listamanninn, sem stendur innan skógræktarinnar Timburhóls, stutt frá æskustöðvum hans. Þótt húsin í Rútsstaðarhverfi séu löngu horfin, má enn sjá frá veginum Álfakirkju Ásgríms. Á þessari leið sést vel fjallahringurinn sem fóstraði sveininn og veitti honum innblástur.

Svo er sýningin Hornsteinn, afmælissýning Listasafns Árnesinga í Hveragerði, heimsótt en þar eru fjölmörg verk Ásgríms sýnd.

Með Ásgrímsleiðinni vilja söfnin vekja athygli á ævi og störfum Ásgríms Jónssonar en einnig fagna afmæli safnanna. Byggðasafnið á 70 ára afmæli á árinu og Listasafn Árnesinga fagnar 60 ára afmæli. Ásgrímsleiðin er samstarfsverkefni Byggðasafns Árnesinga, Listasafns Árnesinga og Listasafns Íslands, og er styrkt af Safnaráði og Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Rætur Listasafns Árnesinga má rekja til gjafar Bjarnveigar Bjarnadóttur, frænku Ásgríms, og tveggja sona hennar sem færðu Árnesingum sjötíu listaverk eftir helstu listamenn þess tíma. Nítján þessara verka voru eftir Ásgrím. Listamaðurinn sjálfur ánafnaði Listasafni Íslands verk sín og heimili á Bergstaðastræti 74 og þar er í dag sýning á heimili hans og verkum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...