Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Biðin er ótæk
Mynd / World Bank commodity watch, Bændasamtök Íslands
Skoðun 1. desember 2022

Biðin er ótæk

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands

Nú liggur fyrir að þróun áburðarverðs á heimsmarkaðsverði hefur verið heldur á uppleið en hitt. Enn liggur ekki fyrir verð birgja á Íslandi til bænda vegna áburðar fyrir komandi vor, og er sú staða vægast sagt bagalegt þar sem bændur eru að reyna að gera áætlanir fyrir komandi ræktunartíma.

Í fjárlögum ársins 2022 var gert ráð fyrir 650 millj. kr. stuðningi við bændur vegna hækkana á áburðarverði. Á síðastliðnu ári var ástæða til að bregðast við með framlagi frá ríkisvaldinu til stuðnings vegna hækkandi áburðarverðs sem nam 650 milljónum króna, á móti u.þ.b. 3.000 milljóna kostnaðarauka fyrir greinina. Það sé hins vegar ekki hægt fyrir áburðarsala að bíða eftir því og vona að ríkisvaldið komi aftur með stuðning viðlíka þeim sem veittur var í upphafi ársins.

Aukin framleiðsla á köfnunarefnisáburði í Brúnei, Nígeríu og Indlandi er fyrirhuguð á næstu 12–24 mánuðum. Mun það líklega leiða til þess að verð lækki en þó er töluverður tími í að framleiðsla nái aftur fyrra magni án þess að framboð á aðföngum frá Rússlandi, Úkraínu og Hvíta-Rússlandi jafni sig.

Eftirspurn eftir DAP áburði, sem er fosfór- og köfnunarefnisáburður, hefur verið mikil undanfarið vegna sérstakra aðstæðna í Indlandi og í Brasilíu. Þær aðstæður munu líða hjá og mögulega slaka þá á eftirspurnarhliðinni. Einnig er stórum hluta af framleiðslu áburðarins haldið eftir í Kína með útflutningstakmörkunum til að halda aftur af hækkun á heimsmarkaðsverði fyrir ræktendur þar í landi. Hvorugt þessara atriða er líklegt til að vera langvarandi og því eru taldar meiri líkur en minni á því að verð á þess konar áburði muni ganga til baka. Hins vegar er erfitt að spá fyrir um áhrifaþætti langt fram í tímann og því getur enn allt gerst.

Ekki er búist við að verð á MOP, áburði sem inniheldur mikið af kalíum, muni endilega lækka á árunum 2023 né 2024, enda 85% af honum framleiddur í Hvíta-Rússlandi, Rússlandi, Kína, Ísrael og Kanada.

Nýverið gaf Evrópusambandið út tilmæli þar sem aðildarríki sambandsins eru hvött til að tryggja mikilvægum iðnaði, svo sem áburðarframleiðendum, aðgengi að gasi. Jafnframt eru tilmæli um að auka stuðning við bændur vegna kaupa á áburði og ekki síður að takmarka verðhækkanir á orkuverði og þar með framleiðslukostnaði á áburði. Þá hvetja samtökin til þess að auka gagnsæi í viðskiptum með áburð, stuðla að markvissri notkun áburðar og tryggja frjáls og óhindruð viðskipti með áburð. Þá má nefna að í ríkjum Evrópusambandsins er hvatt til þess að stuðningur aðildarríkja vegna áburðarkaupa verði ekki minni vegna komandi uppskerutíma.

Skylt efni: áburðarverð

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f