Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verum á verði áfram, rétt eins og í réttunum síðasta haust.
Verum á verði áfram, rétt eins og í réttunum síðasta haust.
Fréttir 15. febrúar 2021

Biðin eftir sprautunni með sjálfsaga Íslendinga

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Með hverjum degi styttist biðin eftir COVID-sprautunni um einn dag. Biðin er mörgum erfið, sérstaklega þeim sem telja sig vera í svokölluðum áhættuhópi.

Því meira sem maður les og kynnir sér um þessa „pest“ virðast allir vera meira og minna í áhættuhópi og enginn getur talið sig óhultan fyrir að veiran fari ekki illa í viðkomandi. Hraustasta fólkið hefur jafnvel farið verr út úr veikindum af COVID-19 en þeir sem veikari eru fyrir. Það er því ekkert annað í stöðunni en að hlýða fyrirmælum yfirvalda og halda sig sem mest til hlés, forðast margmenni, huga að sóttvörnum svo sem með reglulegum handþvotti og grímunotkun.

Þó slakað hafi verið á í fjöldatakmörkunum er þetta ekki búið

Síðastliðinn mánudag var slakað á í fjöldatakmörkunum, barir og veitingahús opnuð, en við verðum að hjálpast að og sleppa ekki gjörsamlega af okkur beislinu með óhóflegum skemmtunum og fjöldasamkomum fyrr en búið er að bólusetja fleiri, með hverjum degi styttist biðin, en það þarf að þrauka og halda þetta út.

Með of miklu fjölmenni og gleðskap er hættan sú að við verðum fljót að fara aftur í sama farið með sambærilegum takmörkunum og síðustu tvo mánuði. Mætti líkja því við ef hraðatakmarkanir í umferðinni væru slegnar af og ótakmarkaður hámarkshraði leyfður, en það mundi enda bara á slysum.

Sjálfsagi og skynsemi spila stórt hlutverk næstu tvo til þrjá mánuði

Ef svo vel vill til að við dettum í lukkupott og samningur um meira bóluefni náist á næstu dögum eða vikum er alveg ljóst að það tekur töluverðan tíma að bólusetja alla í tvígang. Þess vegna þurfa allir að vera áfram á vaktinni, vinna saman, forðast margmenni og nota grímurnar áfram því veiran er þarna úti enn og bíður þess að ráðast á okkur. Við getum ekki leyft okkur taumlaust skemmtanahald og brot á sóttvarnareglum, það þarf a.m.k. að halda út í tvo til fjóra mánuði í viðbót. Það getur enginn leyft sér að telja sig meiri en aðra og hugsa, ég má en ekki þú.

Fólk ófeimið að deila reynslusögum af sínum veikindum af COVID-19

Ef maður rennir yfir vefmiðla og leitar að reynslusögum frá fólki sem hefur gengið í gegnum COVID-19 veikina þá eru sögurnar svo misjafnar að það er hreint með ólíkindum.

Flestir þekkja einhvern sem hefur fengið veikina og þar á meðal er ég. Af þessum vinum, kunningjum og ættmennum sem hafa lýst veikindunum fyrir mér eru sögurnar hreint ótrúlegar:

„Man ekkert eftir mér í 10 daga, var með óráði,“ sagði einn sem ég tel mjög hraustan. Annar sagði: „Er í basli með að finna bragð af mat og drykk, það sem mér þótti gott á bragðið fyrir veiki er sumt versta óbragð sem til er.“ Enn einn sagði:

„Fann aldrei fyrir neinum veikindum, en er alltaf þreyttur, þarf helst að leggja mig tvisvar á dag, á í basli með hvað mig syfjar mikið við að keyra bíl.“ Enn einn sagði:

„Er svo máttlítill í höndunum að einfaldir hlutir eins og að opna mjólkurfernu eru erfiðir. Kaffikannan mín er þung, notaði bolla á tímabili, en mátturinn er að koma og nú er ég kominn með kaffikönnuna aftur.“

Það er greinilegt að veikin leggst misvel og misilla á fólk og því er öruggast að hlýða sóttvarnareglum og halda sig til hlés í a.m.k. 2–4 mánuði í viðbót.

Ef hámarkshraði væri sleginn af og allir færu
á þennan hraða væri voðinn vís.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...