Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Betrumbættur jarðvegur
Utan úr heimi 4. september 2023

Betrumbættur jarðvegur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Endurnýjandi landbúnaður, eða eins og það útleggst á frummálinu, „regenerative farming“, er sívinsælli í umræðunni enda m.a. talinn afar jarðvegsbætandi.

Á fréttasíðu The Guardian nú um miðjan mánuð segir frá stöllunum og umhverfisverndarsinnunum Francescu Cooper og Hollie Fallick sem reka saman bæinn Nunwell. Þeirra markmið er að næra náttúruna í kringum sig hið allra helsta, enda telja þær beint samband milli heilsu jarðvegs, mannfólks og dýra.

Grunnreglur endurnýjunar

Hugmyndin er sú að með því að fylgja grunnreglum endurnýjunar – að hrófla sem minnst við jarðveginum, halda honum þöktum gróðri, viðhalda þannig lifandi rótum, rækta fjölbreytt úrval jurta og grænmetis auk þess að nota beitardýr – að þannig sé hægt að endurnýja úr sér gengna og næringarsnauða jarðvegi og framleiða næringarríkari fæðu.

Þessi hugmynd virðist kveikja í fleirum en þeim ofannefndu. Er talið að margir þeirra bænda sem áður hafa stundað hefðbundinn búskap séu smátt og smátt að tileinka sér einhverjar grunnreglnanna og má nú sjá – víðar en áður – kjúklinga gogga í jarðveg samhliða kúm og gæða sér á grænkáli og baunum samhliða svínum. Við slíkar aðstæður er um þekjuræktun að ræða og fjölbreytni í plöntuvali ætluð til þess að auka næringarefni í jarðveginum.

Jákvæð viðbrögð víða

Skriðþungi hreyfingarinnar virðist vera óstöðvandi. Í ESB tóku umbætur á CAP ( Common Agricultural Policy eða Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins) gildi í janúar, með Farm to Fork-stefnu sambandsins sem miðar að því að draga úr áburðarnotkun um 20%. Einnig er áætlað að helminga notkun skordýraeiturs og þá í kjölfarið tap næringarefna í jarðvegi. (Farm to Fork-stefnan miðar að því að flýta fyrir umskiptum okkar yfir í sjálfbært matvælakerfi sem ætti að hafa hlutlaus eða jákvæð umhverfisáhrif, hjálpa til við að draga úr loftslagsbreytingum og laga sig að áhrifum þeirra auk þess að auka líffræðilega fjölbreytni.)

Á síðasta ári skiptu stjórnvöld í Bretlandi út styrkjum undir merkjum CAP – sem byggðust á magni (ATH) ræktaðs lands – út fyrir umhverfisverndargreiðslur sem verðlauna aðgerðir sem vernda umhverfið. Skotland tekur svo skrefið heldur lengra en þar miðar landbúnaðarsýn ríkisstjórnarinnar að því að landið verði „alheimsleiðtogi í sjálfbærum og endurnýjanlegum landbúnaði“. Hvorki meira né minna.

Skiptar skoðanir

Rannsóknir voru gerðar á ágæti stefnu endurnýjandi landbúnaðar árið 2018, sem leiddi í ljós að þeir sem fylgdu henni hvað helst höfðu upp úr krafsinu u.þ.b. 30 % minni uppskeru, en þó jókst arður þeirra um tæp 80%. Komið hefur í ljós að eldsneytisnotkun hafi minnkað um vel rúman helming, kostnaður vegna eiturefna til að ráða við illgresi og sveppi um jafnvel allt að 70% og voru bændur sammála um að fleiri krónur kæmu í vasann en áður.

Ekki eru þó allir jafnhrifnir af hugmyndinni, en í grein The Guardian kemur fram að umhverfissinni nokkur, George Monbiot, vísaði í síðasta mánuði alfarið á bug þeirri fullyrðingu að stýrð beit búfjár gæti hjálpað til við að draga úr áhrifum loftslagsvandans.

Telur hann frekar að skipta ætti út landbúnaði fyrir verksmiðjur sem rækta mat í rannsóknarstofum úr örverum og vatni með nákvæmni gerjun – á þeim forsendum að „smábúskapur“ eins og hann kallar stefnu endurnýjandi landbúnaðar, muni ekki framleiða nægan mat.

Þeir sem aðhyllast hreyfinguna hins vegar koma með þau mótrök að vel sé hægt að ná fæðuöryggi ef betri stjórn færi á bæði búskap og matarvenjum – en samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið 2021 fer þriðjungur matar til spillis á
heimsvísu.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...