Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Í heild sinni skilaði garðyrkjan betri afkomu árið 2022 en árin á undan. Það er niðurstaða greiningar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á afkomu garðyrkjunnar fyrir árin 2019 til 2022. Ástæða betri afkomu er umtalsverð hækkun á opinberum stuðningi, m.a. svokölluðum sprettgreiðslum, auk þess sem aðrar tekjur búanna aukast mikið. Aðrar tekjur koma að meirihluta úr ferðaþjónustu og hafa aukist um 46% milli áranna 2019 og 2022.

Framlegð afurðatekna lækkar hins vegar almennt í greininni allri sem Ívar Ragnarsson, ráðgjafi á rekstrar- og umhverfissviði RML, telur áhyggjuefni.

„Breytilegur kostnaður á tímabilinu hækkar meira en tekjur mælt í kr./kg,“ ritar hann m.a. í grein um niðurstöður rekstrargreiningar í garðyrkju. Í henni sést að breytilegur kostnaður hefur hækkað um 65,4% milli áranna 2019 og 2022.

Gagnasafnið nær til fimmtíu garðyrkjuframleiðenda sem samanlagt njóta um það bil 85–90% þeirra opinberu stuðningsgreiðslna sem greinin fær. „Nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun í greininni þar sem hún er mikilvægur þáttur í matvælaframleiðslu og matvælaöryggi þjóðarinnar sem og vegna markaðrar stefnu og aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum,“ ritar Ívar.

Sjá nánar á síðu 42. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...