Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Í heild sinni skilaði garðyrkjan betri afkomu árið 2022 en árin á undan. Það er niðurstaða greiningar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á afkomu garðyrkjunnar fyrir árin 2019 til 2022. Ástæða betri afkomu er umtalsverð hækkun á opinberum stuðningi, m.a. svokölluðum sprettgreiðslum, auk þess sem aðrar tekjur búanna aukast mikið. Aðrar tekjur koma að meirihluta úr ferðaþjónustu og hafa aukist um 46% milli áranna 2019 og 2022.

Framlegð afurðatekna lækkar hins vegar almennt í greininni allri sem Ívar Ragnarsson, ráðgjafi á rekstrar- og umhverfissviði RML, telur áhyggjuefni.

„Breytilegur kostnaður á tímabilinu hækkar meira en tekjur mælt í kr./kg,“ ritar hann m.a. í grein um niðurstöður rekstrargreiningar í garðyrkju. Í henni sést að breytilegur kostnaður hefur hækkað um 65,4% milli áranna 2019 og 2022.

Gagnasafnið nær til fimmtíu garðyrkjuframleiðenda sem samanlagt njóta um það bil 85–90% þeirra opinberu stuðningsgreiðslna sem greinin fær. „Nauðsynlegt er að fylgjast vel með þróun í greininni þar sem hún er mikilvægur þáttur í matvælaframleiðslu og matvælaöryggi þjóðarinnar sem og vegna markaðrar stefnu og aðgerðaráætlunar stjórnvalda í loftslagsmálum,“ ritar Ívar.

Sjá nánar á síðu 42. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f