Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Pardussniglar gera töluvert gagn í görðum með því að éta aðrar tegundir snigla sem sækja í matjurtir.
Pardussniglar gera töluvert gagn í görðum með því að éta aðrar tegundir snigla sem sækja í matjurtir.
Á faglegum nótum 10. október 2018

Best að fjarlægja þá með höndum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Síðastliðið sumar gerðu garðyrkju­­fræðingar á vegum Konunglega breska garð­yrkju­félagsins athugun á gagnsemi ýmissa húsráða sem ætlað er að fæla snigla frá matjurta­görðum og plöntum sem sniglar eru sólgnir í.

Niðurstaða bresku garðyrkju­mannanna er að ráð eins og að setja koparþynnu í ytra borð matjurtakassa eða að strá eggjaskurn umhverfis plönturnar eru að mestu gagnslaus.

Garðyrkjumennirnir reyndu nokkur þekkt húsráð sem eiga að virka sem sniglafælur. Ráðin voru að mylja eggjaskurn, dreifa barri, viðarkurli eða smásteinum umhverfis plönturnar og setja koparþynnur á ytra borð matjurtakassa.

Ólík ráð voru reynd við 108 salatplöntur, auk þess sem til samanburðar voru salatplöntur sem ekkert var gert fyrir. Eftir sex vikna vöxt var útkoman skoðuð.

Helsta niðurstaða könnunarinnar var að salatplöntur sem ræktaðar voru í beðum voru viðkvæmari fyrir sniglum en plöntur sem ræktaðar voru í pottum. Munurinn var 5,7% át á beðplöntum en 0,2% á plöntum í pottum.

Annað sem vakti athygli var að plöntur sem smásteinum og barri hafði verið stráð umhverfis voru talsvart stærri og hraustari en samanburðarplönturnar.

Það kann að koma þeim sem til þekkja á óvart að ekki var athugað með gagn bjórgildra til að losna við snigla úr görðum. Að sögn bresku garðyrkjumannanna eru bjórgildrur góðar til að losna við snigla en á sama tíma laða þær fleiri snigla að.

Að sögn eins garðyrkjumannsins sem tók þátt í athuguninni er líklega besta leiðin til að losna við snigla að tína þá upp og losa sig við þá í að minnsta kosti tuttugu metra fjarlægð frá garðinum.

Skylt efni: ræktun | Sniglar

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f