Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Alls taka fjórtán leikarar þátt í sýningu Leikfélags Sauðárkróks um hann Benedikt búálf, einn þekktasta barnasöngleik hérlendis – en hann var fyrst settur upp árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar.
Alls taka fjórtán leikarar þátt í sýningu Leikfélags Sauðárkróks um hann Benedikt búálf, einn þekktasta barnasöngleik hérlendis – en hann var fyrst settur upp árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar.
Mynd / Aðsendar
Menning 17. október 2023

Benedikt búálfur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Sauðárkróks hefur skemmt sér við það undanfarið að setja upp sýninguna um hann Benedikt búálf sem er nú kunnugur afar mörgum.

Um er að ræða einn allra þekktasta barnasöngleik þjóðarinnar og skemmtilegt ævintýri eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með grípandi lögum og tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson.Var sýningin fyrst sett upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar, en síðan margoft verið sett upp úti um allt land, þar á meðal hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú er semsé komið að því að Leikfélag Sauðárkróks takist á við þetta stóra verkefni og hafa þau verið síðasta mánuðinn að æfa og undirbúa sýningar undir stjórn Gunnars Björns Guðmundssonar leikstjóra. Þess má geta að Gunnar er margreyndur leikstjóri með yfir 30 leiksýningar, 4 áramótaskaup og kvikmyndir eins og Astrópíu og Ömmu Hófí á bakinu.

Hefst sagan á því að búálfurinn uppátækjasami ákveður að fara í bað og birtist henni Dídí mannabarni tandurhreinn, með handklæði um sig miðjan. Enda búálfar aðeins sýnilegir mannabörnum þegar þeir eru blautir!

Örlög þeirra eru svo hins vegar þeim ósköpum gædd að þegar þeir verða mannabörnum sýnilegir, þá ráða mannabörnin hvað verður um þá. Benedikt og Dídi verða góðir vinir og lenda í miklum ævintýrum og mikilli hættu í Álfheimum, þó allt fari vel að lokum.

Alls taka fjórtán leikarar þátt í sýningunni að þessu sinni, ásamt ótal aðilum sem eru á bakvið tjöldin.

Frumsýning verður föstudaginn 13. október í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Miðasala er á tix.is og einnig er hægt að panta miða í síma 8499434.

Áætlaðar sýningar eru tíu talsins út október en eins og er fara einungis sex sýningar í sölu strax.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...