Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Belarus – Hvítrússinn
Á faglegum nótum 8. desember 2014

Belarus – Hvítrússinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sovétríkin sálugu voru um tíma langstærsti framleiðandi dráttarvéla í heiminum og væru það líklega  enn ef fyrrum sambandsríki þess mundu taka upp á því sameinast á ný.

Dráttarvélaverksmiðjan í Misk er að öllum líkindum sú stærsta í heimi með vel yfir 20 þúsund starfmenn sem hafa sett saman hátt í þrjár og hálfa milljón traktora frá árinu 1948, af þeim hafa ríflega 2,6 milljónir verið fluttir út til yfir 125 landa.

Framleiðsla á traktorum hófst fyrir alvöru í Sovétríkjunum skömmu eftir byltinguna 1918. Árið 1924 kom á markað sovésk útgáfa að Fordson sem var á beltum og framleidd í Leningrad, Pétursborg í dag. Skömmu síðar var hafin framleiðsla á beltadráttarvélum í Stalíngrad, Volgograd í dag, sem voru eftirlíking á International traktorum. Allar þessar vélar voru fluttar út undir heitinu Belarus. Í fyrstu var liturinn á traktorunum rauður, grænn eða blár en seinna rjómahvítur og rauðar að hluta eða rjómahvítar og svartar að hluta.

Sovésk hönnun

Fyrsti traktorinn, STZ3, sem var hannaður frá grunni í fyrrum Sovétríkjunum var settur í framleiðslu árið 1937. Gírkassinn var frá Caterpillar og ýmis annar búnaður vestrænn en hönnunin var engu að síður sovésk. STZ3 þótti traustur og hátt í 20 þúsund slíkar vélar rúlluðu af færibandi verksmiðjunnar í Stalíngrad. Allt voru þetta beltatraktorar og í seinni heimsstyrjöldinni var fjölda þeirra breytt í stríðstól, litla skriðdreka og sprengjuvörpur, og reyndust traustir sem slík. Eftir lok styrjaldarinnar var mörgum þessum traktorum breytt aftur í landbúnaðartæki.

DT75 – enn framleiddar

Árið 1948 kom ný útgáfa af STZ3 beltatraktorum á markað en framleiðslu þeirra var hætt 1963 og DT75 tók við. Líftími DT75 hefur reynst ótrúlegur og vélarnar eru enn framleiddar í uppfærðri útgáfu. Enn ný útgáfa af Belarus-dráttarvélum var sett á markað árið 1996. Það var ekki fyrr en árið 1953 að farið var að fjöldaframleiða traktora á gúmmíhjólum sem kölluðust MTZ2 og fimm árum seinna voru eitt hundrað slíkar vélar í notkun.

Í dag eru 68 mismunandi gerðir af Belarus-traktorum framleiddir í Rússlandi, Rúmeníu, Tadsjikistan og Kambódíu.

Belarus á Íslandi

Á búvélasafninu á Hvanneyri er Belarus-dráttarvél, árgerð 1966. Vélin var flutt inn af Birni og Halldóri hf. en fyrirtækið mun hafa flutt inn um hundrað slíkar.

Böðvar Jónsson á Gautlöndum keypti dráttarvélina ónotaða árið 1969 eða 1970 og notaði við jarðvinnslu og heyskap á sumrum en snjóblástur af mjólkurflutningaleiðum KÞ á veturna. Eiríkur Sigurðsson, bóndi á Sandhaugum, keypti vélina 1996, færði hana í upprunalegt horf og notaði um skeið.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Fornvélafélagsins flutti Þór hf. talsvert inn af Belarus-dráttarvélum um 1990. Þrjár þessara véla fóru í Austur-Húnavatnssýslu og ein í Ísafjarðardjúp. Reynslan af vélunum er góð og sumar þeirra enn í notkun. Nokkrar Belarus-vélar hafa verið fluttar inn á síðari árum, en lítil hreyfing hefur þó verið á sölu þeirrar tegundar eftir hrunið 2008.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...