Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Beiting og hámark dagsekta í dýraeftirliti
Fréttir 29. október 2015

Beiting og hámark dagsekta í dýraeftirliti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á föstudag tók gildi ný reglugerð um beitingu og hámark dagsekta í opinberu eftirliti með velferð dýra. Reglugerðin byggist á lögum um velferð dýra, en Matvælastofnun hefur eftirlit með því að ákvæðum laganna sé framfylgt.

Fram kemur í lögunum að stofnuninni sé heimilt að beita dagsektum sem þvingunaraðgerð gagnvart umráðamanni dýra, brjóti hann gegn ákvæðum laganna.

Samkvæmt reglugerðinni er stofnuninni heimilt að leggja á dagsektir að hámarki 100.000 kr. á dag. Þær gilda frá þeim degi sem þær eru ákvarðaðar og fram að þeim degi sem skyldu er fullnægt að mati stofnunarinnar. Þá segir í reglugerðinni að aðila sem ákvörðun um dagsektir beinast að skuli veittur sjö daga frestur til að koma að skriflegum andmælum áður en dagsektir eru ákvarðaðar. Útistandandi dagsektir falla niður ef umráðamanni dýra hefur bætt á fullnægjandi hátt úr aðstæðum og aðbúnaði dýra, að mati Matvælastofnunar, innan fimm virkra daga frá ákvörðun stofnunarinnar um dagsektir. Að öðrum kosti verða þær innheimtar með hefðbundnum innheimtuaðferðum.

Matvælastofnun hefur einnig heimild til að leggja á stjórnvaldssektir fyrir brot á lögum um velferð dýra. Stjórnvaldssektir eru refsing fyrir fullframið brot en dagsektir eru þvingunaraðgerð til þess að þvinga menn til að láta af ólöglegu athæfi. Umráðamenn dýra geta vænst þess að stofnunin muni beita þessari heimild til að þvinga umráðamenn dýra til uppfylla ákvæði laga um velferð dýra.

Skylt efni: Dýraeftirlit | Mast | reglugerð

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...