Mynd 1.
Mynd 1.
Lesendarýni 18. nóvember 2025

Beitarstýring er best

Höfundur: Lárus Elíasson, skógarbóndi, Rauðsgili.

Í 16. tölublaði Bændablaðsins frá 11. september er forsíðugrein sem heldur því fram að beit sé betri en friðun fyrir kolefnisbúskapinn og að kolefnisbinding sé rúmlega 40% minni á óbeittu en beittu landi. Vísað er í óbirta rannsókn ExGraze: Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi, en Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor við Háskólann á Hólum, stýrði rannsókninni.

Í fyrsta lagi ber að fagna rannsókn sem þessari, þó svo að uppslátturinn sé víðtækari en rannsóknin gefur tilefni til: „Mest mældist kolefnisupptakan í hreinu beittu graslendi og minnst í friðuðu mólendi.“ Það sem er ekki sagt er að næstbest er friðað óbeitt graslendi en þá nokkuð örugglega langsíst í beittu mólendi.

Það er gott að fá vísindalega rannsókn á áhrifum hóflegrar beitar á kolefnisbindingu, en að yfirfæra þá niðurstöðu á afrétti, skóglendi og alla beit, þ.á m. of beitta afrétti, er ekki stutt með gögnum rannsóknarinnar.

Samkvæmt umfjöllun var leitað að landi á láglendi með óröskuðu og óábornu graslendi; með girðingu þar sem friðað hafði verið fyrir beit og samanburðarhæft land var beggja vegna girðingar. Rannsóknin nær sem sagt til graslendis á láglendi. Vert er að benda á að þar sem var unnið í skógræktargirðingum var samanburður við svæði þar sem ekki hafði verið plantað trjám.

Mynd 2

Kolefni binst fyrir tilstilli blaðgrænu/grænukorna með því að plantan dregur vatn og steinefni úr jarðvegi, koltvísýring úr loftinu og sólarljós til að vaxa. Hlutar plöntunnar urðu því til úr sólarljósi, steinefni, koltvísýringi og vatni

Af þessari sök getur hóflega beittur hagi (mynd 1, efst á síðu) bundið meira en óbeittur hagi (mynd 2) þar sem uppsöfnun á sinu er farin að hindra vöxt á grænum hluta plöntunnar.

Hins vegar ef þú sérð nær ekkert grænt, þá er lítil sem engin binding í gangi (mynd 3).

Mynd 3

Þegar plantan hefur bundið kolefnið er næsta spurning hvernig það safnast upp. Það getur safnast annaðhvort í plöntunni sjálfri eða í uppsöfnuðum jarðvegi.

Til að gera sér mjög grófa hugmynd um uppsöfnun kolefnis má áætla að um helmingur þess rúmmáls af gróðri og trjám sem þú sérð sé kolefni og um helmingur moldar jarðvegarins einnig.

Því má slá föstu að þar sem lítil eða engin blaðgræna er né heldur uppsöfnun jarðvegs, að kolefnisbinding sé lítil sem engin eða jafnvel neikvæð ef jarðvegur er að fjúka burtu.

Þar sem mikið sést af blaðgrænu og lífrænum massa ofanjarðar, má fullyrða að um sé að ræða mikla bindingu kolefnis.

Það eru víða ónýtt tún sem mundu binda meira kolefni ef þau væru hóflega beitt. Það er til nægur bithagi fyrir núverandi fjárstofn þannig að náttúra og menn nytu góðs af. Þetta fé er hins vegar víða að bíta rýrt land með tilheyrandi sótspori.

Eins má ætla að ódýrara sé fyrir þjóðarbúið að stýra beit og girða þar með sauðfé inni þar sem það á að vera í stað þess að setja þá kvöð á alla aðra, sem hafa enga hagsmuni að ræktun sauðfjár, að girða það úti.

Því er sett fram sú fróma ósk að bændur og stjórnvöld hefji samtal um beitarstýringu til að minnka sótspor og skapa meiri sátt um sauðfjárrækt.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...