Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Vatn er mikilvægt.
Vatn er mikilvægt.
Mynd / Halla Eygló Sveinsdóttir
Á faglegum nótum 30. maí 2017

Beit er list –2

Höfundur: Berglind Ósk Óðinsdóttir,Eiríkur Loftsson, Elin Nolsöe Grethardsdóttir og Sigtryggur Veigar Herbertsson
Nú keppast kúabændur við að bæta sína aðstöðu og margir eru að breyta yfir í mjaltaþjóna, aðrir eru með hlutina í föstum skorðum.  
 
Ekki er einfalt að ná miklum afurðum með beitinni og eins getur það kallað á aukna vinnu að setja þær út á beit. En til þess að árangur náist af beitinni þarf skipulagningu.
 
Skipulag innandyra
 
Þegar staðsetja á mjaltaaðstöðu þá er margt sem hafa þarf í huga, eitt af því er hvernig við ætlum að standa að beitinni. Til þess að minnka vinnu við beitina er best að flokka þær út eftir mjaltir. Til eru nokkrar leiðir sem hægt er að nota við að flokka kýr út, en besta leiðin er að koma á stýrðri umferð og senda þær út til beitar þegar þær eru nýmjólkaðar.  Þannig minnka líkur á að þurfi að sækja þær til mjalta, sem er tímafrekt og hentar illa með öðrum verkum, ef kýrnar eru á næturbeit er þetta enn mikilvægara nema verkneminn/vinnumaðurinn sé frá Ástralíu og illa gangi að snúa við sólarhringnum.
 
Þar sem ekki er stýrð umferð í fjósi alla jafna er einfalt að koma fyrir grindum og skipta fjósinu í tvennt meðan á þessu beitartímabili stendur (fyrir og eftir mjaltaþjón).
 
Skipulag utandyra
 
Mikilvægt er þegar staðsetja á ný útihús að hugsa fyrir nokkrum þáttum:
  • Stækkunarmöguleikum
  • Keyrslu á heyfeng og skít
  • Gönguleiðum til og frá beit.
Alltof algengt er að staðsetning fjósa sé þannig að erfitt séð að koma við beit, stundum er langt í beitina, þvera þarf akstursleiðir dráttarvéla o.s.frv. 
 
Nauðsynlegt er að skoða hvar heppilegast sé að nýta beit og hafa fjósið staðsett þannig að hægt sé að nýta beitina. Atriði eins og halli í landi sem kallar á jarðrask, aðgengi að hreinu vatni og fleira hefur þar áhrif.
Til eru bændur sem taka þetta lengra en aðrir og var fyrr í vor fyrsti færanlegi mjaltaþjónninn tekinn í notkun í Noregi og er hann færður að beitarlöndum á sumrin.
 
Beitarsvæðin
 
Til að hámarka afköst beitarsvæða er nauðsynlegt að skipta þeim upp í minni svæði, þannig er hægt að hafa stjórn á vexti hvers hólfs með t.d. ruddasláttuvél og með skipulagningu er hægt að stýra hvenær viðkomandi hólf eru tilbúin, en auðvitað ræður veðrátta miklu um vöxtinn, en við ættum að geta stjórnað öðrum þáttum. Ef notast á við beitarsvæði kallar það á vinnu við uppsetningu á girðingum og brynningaraðstöðu og eins þarf að vera með gott skipulag á hvenær friða á hólf og hvenær á að beita.  
 
Nokkrir punktar:
  • Skipta fjósinu í tvennt, mjólkaðir gripir komist út, aðrir ekki
  • Huga að gönguleiðum og akstri dráttarvéla
  • Einstefnuhlið til og frá fjósi hjálpa til við að stýra umferð
  • Hugið vel að jarðsambandi rafgirðinga, oft er lítil leiðni í malarpúða við byggingar, raki í jörðu hefur einnig áhrif.
Ráðgjafar RML eru innan handar varðandi bætta nýtingu beitar fyrir mjólkurkýr.
 
Höfundar greinar:
 
Berglind Ósk Óðinsdóttir, ráðunautur í fóðrun
Eiríkur Loftsson, ráðunautur í jarðrækt
Elin Nolsöe Grethardsdóttir, ráðunautur í nautgriparækt
Sigtryggur Veigar Herbertsson, ráðunautur í bútækni og aðbúnaði
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...