Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brúnblesótt hryssa undan Skrýtlu frá Árbæjarhjáleigu 2 og Blesa frá Heysholti.
Brúnblesótt hryssa undan Skrýtlu frá Árbæjarhjáleigu 2 og Blesa frá Heysholti.
Mynd / Eiríkur Vilhelm Sigurðarson
Líf og starf 12. júní 2021

Báru sig vel þrátt fyrir hvassviðri í maílok

Höfundur: HKr.

Víða má nú sjá merar með nýköstuð folöld sín sem eru að feta sín fyrstu spor í þessu lífi. Margir voru því með hugann við þessa fallegu ferfætlinga þegar stormur skall á sunnan- og vestanvert landið síðustu helgina í maí.


Eiríkur Vilhelm Sigurðarson er einn þeirra sem fór að líta eftir folöldunum sem voru í haga í stóðinu í Árbæjarhjáleigu II, Rangárþingi ytra, rétt vestan við Ytri-Rangá sunnudagskvöldið 30. maí.
Eiríkur sagði í samtali við Bændablaðið að fölöldin hafi borið sig nokkuð vel þrátt fyrir rokið, enda var hvorki kalt né mikil rigning. Smellti Eiríkur nokkrum fallegum myndum af folöldunum til að gleðja augu lesenda Bændablaðsins.


Eiríkur starfar annars sem markaðs- og kynningarfulltrúi á Hellu og var ráðinn af Rangárbökkum, þjóðarleikvangi íslenska hestsins ehf., sem framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna 2020. Mótið átti sem kunnugt er að halda á Hellu, en ekkert varð af því vegna COVID-19. Eiríkur stefnir samt ótrauður á að halda mótið sumarið 2022. Segir hann alla aðstöðu á mótsvæðinu vera mjög góða og með stóru og vel búnu tjaldsvæði. Þar er á hverju ári plantað fjölda trjáa til að mynda skjólbelti sem smám saman er að taka á sig svip.


„Þá er búið að skipuleggja lóðir fyrir hesthúsahverfi þarna á svæðinu og þegar búið að úthluta 8 lóðum. Þar fer uppbygging væntanlega af stað í haust,“ segir Einar.

Folaldið hennar Strýtlu.
Caption
Glókolla frá Skarði með folald sitt undan Blesa frá Heysholti.
Caption
Rauðstjörnótt hryssa undan Heklu frá Skarði og Draupni frá Stuðlum.
Caption

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...