Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Barnapeysa fyrir 2–4 ára
Hannyrðahornið 26. apríl 2023

Barnapeysa fyrir 2–4 ára

Höfundur: Uppskrift peysunnar er samvinnuverkefni nokkurra Þingborgarkvenna, þeirra Katrínar Andrésdóttur, Halldóru Óskarsdóttur, Hörpu Ólafsdóttur, Önnu Dóru Jónsdóttur og Margrétar Jónsdóttur.

Efni: Þingborgarlopi 100-110 gr Dóruband 12 litir 10-15 gr af hverjum eða 150 gr af einum lit. Sokkaprjónar 4.5 og 5 mm Hringprjónn 60 sm langur, 4.5 og 5 mm.

Aðferð: Peysan er prjónuð í hring neðan frá og upp og er með laskaúrtöku. Lesið uppskriftina áður en hafist er handa.

Útaukning á ermum: Í upphafi umferðar; prjónið eina lykkju, aukið um eina, prjónið þar til 1 lykkja er eftir í umferðinni, aukið um eina lykkju og prjónið svo þá síðustu.

Laskaúrtaka: Laskaúrtaka er þar sem ermar og bolur mætast, á fjórum stöðum. Það eru 6 lykkjur í hverri úrtöku, þrjár af bol og þrjár af ermi. *Prjónið 2 lykkjur saman, prjónið tvær, takið eina lykkju óprjónaða, prjónið eina og steypið þeirri óprjónuðu yfir. Endurtakið þrisvar sinnum þar sem bolur og ermar mætast. Prjónið eina umferð án úrtöku. * Endurtakið frá * til *.

Það getur verið mjög hjálplegt að nota google til að finna leiðbeiningar á alnetinu um úrtökuna.

Peysan

Bolur: Fitjið upp í aðallit 100 lykkjur á hringpjrón 4.5 mm. Tengið í hring og prjónið 3 umferðir brugðið. Skiptið yfir á hringprjón 5 mm og prjónið fyrsta litinn, * 5 umferðir slétt prjón í lit og eina umferð slétta með aðallit og 3 umferðir brugðnar í aðallit. * Endurtakið frá * til * þar til kominn er níundi litur, prjónið 2 umferðir af honum.

Ermar: Fitjið upp í aðallit 32 lykkjur á sokkaprjóna 4.5 mm, tengið í hring og prjónið 3 brugðnar umferðir. Skiptið yfir á sokkaprjóna 5 mm og prjónið ermi með sömu litasamsetningu og bolinn og endið á sama lit 2 umferðir sléttar. Í þriðja lit hefst útaukning: Prjónið 3 umferðir af lit, aukið út í umferð 4 í litnum, prjónið umferð 5. Endurtakið útaukningu með sömu aðferð í hverjum lit upp ermina 4 sinnum. Nú ættu að vera 42 lykkjur á erminni.

Axlastykki: Takið 3 fyrstu og 3 síðustu lykkjur á ermum og setjið á nælu. Setjið 6 fyrstu lykkjurnar á bol á nælu. Prjónið ermi við bolinn 36 lykkjur, prjónið 44 lykkjur af bol, setjið næstu 6 lykkjur af bol á nælu, prjónið hina ermina við og svo 44 lykkjur af bol.

Hefjið úrtöku eins og lýst var að ofan. Haldið áfram að prjóna með úrtöku og með sömu aðferð við litaskiptingar þar til 48 lykkjur eru eftir. Prjónið hálsmál með aðallit 6 umferðir sléttar og fellið af frekar laust. Lykkjið saman undir höndum lykkjurnar sem geymdar voru á nælum. Gangið vel frá öllum endum.

Þvottur: Þvoið flíkina í höndum með volgu vatni og mildri sápu. Kreistið vatnið vel úr og leggið á handklæði til þerris.

Skylt efni: barnapeysa

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...