Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tómatarnir innihéldu sveppaeitur.
Tómatarnir innihéldu sveppaeitur.
Mynd / Tom Hermans
Utan úr heimi 3. maí 2023

Bannað varnarefni í innkölluðum tómötum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Matvælastofnun Frakklands hefur innkallað stóra lotu af tómötum vegna þess að þeir innihalda sveppavarnarefnið klóróþalóníl sem getur verið hættuleg heilsu manna.

Tómatarnir fóru í dreifingu 22. febrúar en hefur nú verið tekið úr sölu úr verslunum. Þeir neytendur sem keypt hafa vöruna geta skilað þeim í verslun og fengið endurgreitt. Matvælastofnun Frakklands segir í tilkynningu að í öllu falli ætti ekki að borða tómatana því neysla sveppaeitursins geti valdið margvíslegum heilsufarsvandamálum. Öllum þeim sem kunna að hafa neytt tómatanna er bent á að ráðfæra sig við lækni ef einhverjir kvillar gera vart við sig.

Notkun varnarefnisins klóróþalóníls er bönnuð í matvælum og fóðri samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bannið gildir einnig hér á landi samkvæmt ákvæðum EES­samningsins. Bann við notkun þess tók gildi í Evrópu árið 2020.

Efnið er notað sem breiðvirkt varnarefni gegn sveppum, skordýrum og myglu í plöntum. Enn er notkun þess víðtæk í Bandaríkjunum, sér í lagi við ræktun á hnetum, kartöflum og tómötum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...