Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bann á innflutningi á hrárri og unninn kjötvöru, eggjum og mjólk í andstöðu við EES-rétt
Fréttir 14. nóvember 2017

Bann á innflutningi á hrárri og unninn kjötvöru, eggjum og mjólk í andstöðu við EES-rétt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Með dómi sem kveðinn var upp í dag, tók EFTA-dómstóllinn afstöðu til þess hvort íslenska leyfisveitingakerfið fyrir innflutning á hrárri og unninni kjötvöru, eggjum og mjólk samrýmdist ákvæðum EES-samningsins.

Í fréttatilkynningu vegna dómsins segir að Eftirlitsstofnun EFTA („ESA“) hafi krafðist viðurkenningar á því að íslenska ríkið hefði brotið gegn 5. gr. tilskipunar ráðsins 89/662/EBE frá 11. desember 1989 um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan bandalagsins til að stuðla að því að hinum innri markaði verði komið á („tilskipunin“), með því að viðhalda (i) leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á hráu kjöti og kjötvörum; (ii) leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á hráum eggjum og hráum eggjavörum; (iii) leyfisveitingakerfi vegna innflutnings á ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum unnum úr ógerilsneyddri mjólk auk viðbótarkrafna vegna innflutnings ákveðinna ostategunda og banns við markaðssetningu á innfluttum mjólkurafurðum sem unnar væru úr ógerilsneyddri mjólk; og (iv) stjórnsýsluframkvæmd sem gerði innflytjendum skylt að leggja fram vottorð og sækja um leyfi til þess að flytja inn meðhöndluð egg og mjólkurafurðir. Íslenska ríkið mótmælti framangreindum kröfum ESA.

Dómstóllinn tók fram að markmið tilskipunarinnar væri að eftirlit með dýraheilbrigði færi einungis fram á upprunastað. Samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar væri dýraheilbrigðiseftirlit í ríki áfangastaðar einungis heimilt ef það væri framkvæmt sem úrtakskönnun eða á grundvelli grunsemda um misferli. Tilskipunin innihéldi þar með tæmandi talningu á tilvikum þar sem dýraheilbrigðiseftirlit í ríki áfangastaðar væri heimilt. Löggjöf sem kvæði á um dýraheilbrigðiseftirlit í ríki áfangastaðar í öðrum tilvikum en þeim sem tilskipunin heimilaði sérstaklega væri því ósamrýmanleg tilskipuninni.

Hvað varðaði fyrstu þrjár kröfur ESA þá taldi dómstóllinn að íslensk löggjöf fæli í sér bann við innflutningi á hrárri kjötvöru, eggjum og mjólk. Hins vegar mælti löggjöfin fyrir um að innflutningur á slíkum vörum gæti verið heimill að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Dómstóllinn taldi að þetta leyfisveitingakerfi fæli í sér eftirlit með dýraheilbrigði í skilningi tilskipunarinnar. Það væri óumdeilt að leyfisveitingakerfið gilti um allar vörusendingar umræddra vara sem kæmu til landsins. Dómstóllinn komst því að þeirri niðurstöðu að leyfisveitingakerfið væri ósamrýmanlegt 5. gr. tilskipunarinnar. Hins vegar taldi dómstóllinn að bann við markaðssetningu sem vísað væri til í þriðju kröfu ESA fæli ekki í sér eftirlit með dýraheilbrigði í skilningi tilskipunarinnar og var þeirri kröfu því hafnað.

Hvað varðaði fjórðu kröfu ESA þá taldi dómstóllinn að samkvæmt málatilbúnaði íslenska ríkisins væri ljóst að á Íslandi væri framkvæmdin sú að innflytjendur meðhöndlaðra eggja og mjólkurvara væru krafðir um gögn þess efnis að umræddar vörur hefðu verið meðhöndlaðar (gerilsneyddar) í samræmi við íslenska löggjöf. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd fæli í sér eftirlit með dýraheilbrigði umfram það sem leyfilegt væri samkvæmt 5. gr. tilskipunarinnar.

Dóminn í heild sinni er að finna á vefslóð EFTA-dómstólsins: www.eftacourt.int
 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...