Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Banani sem helst gulur
Mynd / Robson Melo
Utan úr heimi 7. apríl 2025

Banani sem helst gulur

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Breskir vísindamenn hafa þróað erfðabreytta banana sem verða ekki brúnir.

Bananarnir eru þróaðir af breska fyrirtækinu Tropic og hefur það fengið heimild til ræktunar þeirra á Filippseyjum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þessa banana koma sér vel í baráttunni gegn matarsóun. Eftir að hafa verið afhýddir eiga bananarnir að haldast ferskir í tólf klukkustundir. Þeir eiga jafnframt að þola meira hnjask í flutningum án þess að verða brúnir. Frá þessu greinir Guardian.

Tropic hefur jafnframt þróað banana sem eru lengur að þroskast en hefðbundnir bananar og eru þeir væntanlegir á markaði á þessu ári. Samkvæmt fulltrúa Tropic eru bananar fjórða mest ræktaða nytjaplanta heimsins, en jafnframt ein af þeim matvörum sem eru með minnsta geymsluþolið. Því hefur verið haldið fram að allt að helmingur banana fari til spillis og endi ekki sem fæða.

Erfðabreytingin felst í því að fjarlægja gen sem stjórnar framleiðslu ensíma er nefnast Polyphenol oxidase og gefa banönum brúnan lit. Sams konar erfðabreytingu hefur verið beitt til að stöðva framleiðslu sömu ensíma í eplum sem hafa verið seld í Bandaríkjunum frá árinu 2017. Minnkuð framleiðsla á Polyphenol oxidase hefur jafnframt gefið góða raun við framleiðslu á sveppum, tómötum, melónum og kíví.

Skylt efni: bananar

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...