Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta og hlúa að ýmsum matjurtum í „bambahúsunum“, sem búin eru til úr endurnýttum vökvatönkum (bömbum).
Líf og starf 3. júní 2022

Bambahús nýtt til að kenna nemendum sjálfbærni

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Bambahús, sem svo er nefnt, hefur verið komið fyrir við Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit. Starfsfólk skólans og nemendur munu rækta þar og hlúa að ýmsum matjurtum.

Bambahúsið inniheldur 1.000 lítra IBC tank sem kallast bambar. Notkun gróðurhússins stuðlar að eflingu hringrásarhagkerfisins þar sem endurnýttar eru vökvaumbúðir sem annars væru fluttar úr landi og urðaðar. Tilgangur hússins er að kenna nemendum sjálfbærni og ræktun og hvernig hægt er að minnka kolefnisspor.

Gróðurkassar á skólalóð

Einnig hefur gróðurkössum verið komið fyrir á skólalóðinni en nemendur smíðuðu og skreyttu þá sjálfir í vetur. Þar mun fara fram moltugerð þar sem afgangs grænmeti og ávextir eru nýttir í moltuna og stendur svo til að rækta gulrætur, grasker og ávexti í sumar svo eitthvað sé nefnt.

Íslenska gámafélagið stendur fyrir verkefninu Bambahús sem byggir á þeirri hugmyndafræði að virðisauka þau verðmæti sem finna má í einnota umbúðum með megináherslu á svokallaða bamba. Bambar eru 1.000 lítra plasttankar, gerðir úr plasti og galvaníseruðu járni. Í þeim eru fluttir inn alls kyns vökvar, meðal annars til matvælaframleiðslu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skútustaðahrepps.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...