Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bálkastaðir 1
Bóndinn 20. ágúst 2020

Bálkastaðir 1

Brynjar og Guðný eru bæði úr Hvalfjarðarsveit en keyptu Bálka­staði 1 í lok árs 2018 og tóku þá við búskapnum þar.

Býli:  Staðarhreppur (hinn forni) í Hrúta­firði í Húnaþingi vestra.

Staðsett í sveit:  Staðarhreppur (hinn forni) í Hrútafirði í Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Brynjar Ottesen og Guðný Kristín Guðnadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum 6 manna fjölskylda sem búum hérna, Brynjar og Guðný og börnin okkar, Arnfinnur Guðni, 14 ára, Samúel Kári, 11 ára, Þórður Ármann, 7 ára og Bryndís Jóna, 5 ára og hundurinn okkar hún Táta.

Stærð jarðar?  Eitthvað um 600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú og eitthvað af hestum fjölskyldunni til skemmtunar og notkunar í smalamennskum.

Fjöldi búfjár og tegundir? 570 fjár á vetrarfóðrun og 15 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á venjulegum degi fer Guðný til vinnu á Hvammstanga og börnin til skóla. Brynjar sér um dagleg störf á búinu sem eru mismunandi eftir árstíma.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er ekkert leiðinlegt en auðvitað eru verkin misskemmtileg. Það sem okkur þykir síst er að moka skít og skafa grindur. Ætli þau skemmtilegustu séu ekki sauðburður, smalamennskur og annað fjárrag á haustin þegar við sjáum afraksturinn.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Að efla íslenska framleiðslu og að lögð sé áhersla á hreinar afurðir.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör, ostur, egg og bjór.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Kjöt í karrí og kjötsúpa tróna saman á toppnum hjá fjölskyldunni.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var 8. desember 2018 þegar við pökkuðum búslóðinni okkar niður með mikilli og góðri hjálp frá ættingjum og vinum. Keyrðum norður fyrir heiði og fyrri ábúendur keyrðu úr hlaði með búslóðina sína. Við fluttum inn þann dag og gáfum fyrstu gjöfina í fjárhúsunum þá um kvöldið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...