Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Höfundur: Anne Biehl Hansen

Stærðir: S M L XL

Yfirvídd: 94 100 111 121

Efni:Þingborgarlopi
450-450-500-550 g í aðallit.
150 g mynsturlitur 1
100 g mynsturliur 2
Ef notaður er annar lopi en mælt er með verður að gæta að prjónfestu, grófleiki kann að vera annar.
Sokkaprjónar 4 og 5 mm
Hringprjónar 4 mm 40 og 80 cm langir
Hringprjónar 5 mm 40, 60 og 80 cm langir

Prjónfesta: 14 l og 23 umf í sléttu prjóni = 10 x 10 cm Önnur prjónastærð getur hentað, allt eftir því hvort prjónað er fast eða laust, finnið það út með því að prjóna prufu. aPrjónað er úr plötulopanum tvöföldum.

Bolur: Fitjið upp með mynsturlit 1, 130-140-155-170 l á 80 sm hringprjón, prj stroff í hring 6-8 sm 1 slétta og 1 brugðna, eða aðra stroffgerð að eigin vali. Skipt yfir á 80 sm 5 mm hringprjón. Prjónað slétt uns bolur mælist 38-46 sm. (Mælið viðkomandi og metið bolsídd.)

Ermar:

Fitjið upp 30-35-40-40 l á 4 mm sokkaprjóna, prjónið stroff í hring 6-8 sm.

Skiptið yfir á 5 mm sokkaprjóna þegar stroffi er lokið og aukið strax um 2 lykkjur undir miðri ermi, (1 lykkju eftir fyrstu lykkju og 1 lykkju fyrir síðustu lykkju í umferð).

Endurtakið útaukningu 8-8-8-9 x upp ermi, með u.þ.b. 8 umferðum á milli, þar til 48-53-58-60 l eru á prjóninum.

Skiptið yfir á 5 mm stutta hringprjóninn á u.þ.b. miðri ermi. Gott er að nota prjónamerki til að merkja þar sem aukið er út. Prjónið uns ermi mælist 44-52 sm. (Mælið handlegg og metið hve ermin á að vera löng)

Axlastykki:

Sameinið nú bol og ermar á 5 mm 80 sm langa hringprjóninn. Setjið 5-5-5-6 síðustu l og 5-5-5-6 fyrstu l á báðum ermum á prjónanælu. Setjið 10-10-11-12 af bol á prjónanælu þar sem umferð byrjar vinstra megin á bol.

Prjónið fyrri ermina við bolinn 38-43-48-48 lykkjur, prjónið næstu 55-60-67-73 lykkjur af bol og setjið næstu 10-10-11-12 lykkjur á hjálparprjón.

Prjónið seinni ermina við og gerið eins og með hana. Prjónið síðan 55-60-68-73 lykkjur af bol, þá eru 186- 206-230-242 lykkjur á prjóninum.

Áður en mynstur er prjónað þarf að taka úr 1 lykkju í stærð S og M til að mynstur stemmi og í stærð XL þarf að taka úr 2 l á undan mynstri.

Prj mynstur eftir teikningu. Notið styttri hringprjóna eftir því sem lykkjum fækkar. Þegar mynstri lýkur er tekið úr aukalega þar til 64-72 l eru eftir á prjóninum.

Þá er skipt á 40 sm 4 mm hringprjóninn og prjónað 10-12 sm stroff, fellt laust af.

Brjótið kragann inn fyrir og saumið niður. Eins er hægt að hafa annað lag á kraga, t.d. prjóna 5 umferðir stroff og 5 umferðir slétt, þá rúllast hann aðeins niður og nær ekki eins upp í hálsinn eins og hin gerðin. Gangið vel frá öllum endum og lykkjið saman undir höndum.

Þvottur: Þvoið flíkina í volgu vatni með góðri ullarsápu eða sjampói. Skolið vel og vindið svo í hálfa mínútu í þvottavél. Mikilvægt er að vélin fari strax að vinda, (þær eru misjafnar að þessu leyti) en sé ekki að veltast með flíkina fyrst, þá getur hún þófnað. Leggið peysuna á handklæði til þerris.

Hönnun: Anne Biehl Hansen
Útfærsla uppskriftar: Margrét Jónsdóttir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...