Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum
Fréttir 4. ágúst 2016

Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum

„Það er óásættanlegt að konur þurfi að dvelja langdvölum fjarri heimilum sínum meðan þær bíða fæðingar eða séu sendar milli sjúkrastofnana, þannig að börn þeirra fæðist jafnvel í misjöfnum veðrum úti á þjóðvegum. Slíkt er bæði áhættusamt og óöruggt fyrir konur og ófædd börn þeirra,“ segir í ályktun um bættar aðstæður fæðandi kvenna og minnkandi fæðingartíðni og samþykkt var á norrænu þingi kvenfélaga sem haldið var í Vestmannaeyjum í liðnum mánuði. 
 
Fram kemur í ályktun þingsins að fæðingartíðni fari lækkandi á Norðurlöndum, sem leiði af sér að öldruðum fjölgi og ójafnvægi í aldursdreifingu eykst. Inn í þá þróun spili margir þættir og megi þar nefna tekjuóöryggi foreldra og fáar fæðingardeildir, einkum í hinum dreifðari byggðum.
 
Telur þingið að til að sporna við þessari óheillaþróun þurfi að bæta aðstæður fæðandi kvenna og jafnframt að viðhalda gæðum þjónustunnar víða í hinum dreifðu byggðum og þar sem náttúruöflin geta verið óvægin. „Að lifa í sátt við náttúruna snýst m.a. um að viðhalda byggð um land allt,“ segir enn fremur.
 
Markmiðið að efla kynni og miðla reynslu
 
Á þinginu tók Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands við formennsku í Nordens Kvinnoförbund, NFK. Norræn þing kvenfélaga eru haldin á hverju sumri og skiptast Norðurlöndin á að halda þau, kvenfélagasambönd landanna skiptast einnig á um skipulagningu og framkvæmd þeirra. Markmiðið með þingunum er  að efla kynni og miðla reynslu meðal kvenfélagskvenna auk þess að taka ákvarðanir fyrir félagsheildina. Allar kvenfélagskonur eru velkomnar á þingin. Um 110 konur sóttu þingið í Vestmannaeyjum. Fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu en þema þess var „Lifað í sátt við náttúruna“. 
 
Næsta þing verður haldið í Sandefjord í Noregi í júní árið 2017. 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...