Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum
Fréttir 4. ágúst 2016

Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum

„Það er óásættanlegt að konur þurfi að dvelja langdvölum fjarri heimilum sínum meðan þær bíða fæðingar eða séu sendar milli sjúkrastofnana, þannig að börn þeirra fæðist jafnvel í misjöfnum veðrum úti á þjóðvegum. Slíkt er bæði áhættusamt og óöruggt fyrir konur og ófædd börn þeirra,“ segir í ályktun um bættar aðstæður fæðandi kvenna og minnkandi fæðingartíðni og samþykkt var á norrænu þingi kvenfélaga sem haldið var í Vestmannaeyjum í liðnum mánuði. 
 
Fram kemur í ályktun þingsins að fæðingartíðni fari lækkandi á Norðurlöndum, sem leiði af sér að öldruðum fjölgi og ójafnvægi í aldursdreifingu eykst. Inn í þá þróun spili margir þættir og megi þar nefna tekjuóöryggi foreldra og fáar fæðingardeildir, einkum í hinum dreifðari byggðum.
 
Telur þingið að til að sporna við þessari óheillaþróun þurfi að bæta aðstæður fæðandi kvenna og jafnframt að viðhalda gæðum þjónustunnar víða í hinum dreifðu byggðum og þar sem náttúruöflin geta verið óvægin. „Að lifa í sátt við náttúruna snýst m.a. um að viðhalda byggð um land allt,“ segir enn fremur.
 
Markmiðið að efla kynni og miðla reynslu
 
Á þinginu tók Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands við formennsku í Nordens Kvinnoförbund, NFK. Norræn þing kvenfélaga eru haldin á hverju sumri og skiptast Norðurlöndin á að halda þau, kvenfélagasambönd landanna skiptast einnig á um skipulagningu og framkvæmd þeirra. Markmiðið með þingunum er  að efla kynni og miðla reynslu meðal kvenfélagskvenna auk þess að taka ákvarðanir fyrir félagsheildina. Allar kvenfélagskonur eru velkomnar á þingin. Um 110 konur sóttu þingið í Vestmannaeyjum. Fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu en þema þess var „Lifað í sátt við náttúruna“. 
 
Næsta þing verður haldið í Sandefjord í Noregi í júní árið 2017. 
Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...