Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Bærinnn okkar Áshildarholt
Líf&Starf 14. ágúst 2014

Bærinnn okkar Áshildarholt

Eygló Gunnlaugsdóttir og maður hennar Reynir Ásberg Jómundsson tóku formlega við búskap á jörðinni Áshildarholti áramótin 2014. Þá keyptu þau af foreldrum Eyglóar, þeim Gunnlaugi Vilhjálmssyni og Sigrúnu Sigurðardóttir.

Áður höfðu þau þó verið með í allri ákvörðunartöku um rekstur búsins og séð alfarið um kynbótastarfið í sauðfjárræktinni síðustu fimm árin.

Býli:  Áshildarholt.

Staðsett í sveit: Skarðshreppi hinum forna í Skagafirði.

Ábúendur: Reynir Ásberg Jómundsson og Eygló Gunn­laugsdóttir ásamt heimasætunni Sigrúnu Sunnu. Á jörðinni búa einnig Gunnlaugur Vilhjálmsson fyrrum bóndi jarðarinnar og kona hans Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur. Einnig býr systir Eyglóar, Lilja, maður hennar Valur Valsson og dóttir Ásrún (2011) á landareigninni en þau hafa nýlokið uppgerð á gamla íbúðarhúsi jarðarinnar.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Þriggja ára dóttir okkar og bústýra hún Sigrún Sunna. Hundarnir Sunna, íslenskur blendingur, og Lappi, Border Collie og fjárhundur með meiru. Svo eru kettirnir Moli og Snælda.

Stærð jarðar? 406 hektarar.

Gerð bús?
Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir?
320 vetrarfóðraðar kindur og um 20 hross til að smala lopapeysunum (eins og bóndinn kallar það).

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Mjög misjafnt eftir árstíðum. Nú er heyskapur aðalmálið, ásamt öðru tilfallandi eins og girðingarvinnu og tiltekt. Á veturna er farið í fjárhúsin kvölds og morgna til gegninga, en bæði Reynir og Eygló vinna fulla vinnu utan búsins og því geta dagarnir verið langir.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Sauðburðurinn er tvímælalaust skemmtilegasta bústarfið þegar vel gengur og eins að sjá lömbin þegar þau koma af fjalli, en þau leiðinlegustu eru almennar gegningar á snjóþungum vetrum og þegar illa gengur, til dæmis vegna vélabilana.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Áframhaldandi uppbygging húsa með bættri vinnuaðstöðu og vonandi búið að fjölga búpeningnum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? 
Þau eru í réttum farvegi, en eins og annars staðar er alltaf pláss fyrir úrbætur og þarf ávallt að hafa vakandi auga fyrir nýjum og betri lausnum. Þarf m.a. að tryggja og auðvelda nýliðun bænda sem eru að reyna að komast inn í greinarnar.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni?
Íslenskur landbúnaður mun blómstra ef rétt er haldið á spilunum, svo framarlega að við göngum ekki inn í ESB.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?
Á flytja út á litla en dýra markaði þar sem íslenskar vörur geta haldið sinni sérstöðu og íslensk framleiðsla ræður við.

Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Smjör, skagfirskur Sveitabiti, lýsi, mjólk, egg og AB súrmjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Svar heimasætunnar er tvímælalaust grjónagrautur og skyr, en ætli fullorðna fólkið taki ekki grillaða folaldakjötið með öllu tilheyrandi fram yfir það.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin?
Þegar maður sá loks árangur áralangrar vinnu í kynbótastarfinu þegar fyrstu lömbin skiluðu sér í efsta gæðaflokk í haustslátrun. Einnig þegar við tókum formlega við rekstrinum.

6 myndir:

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...