Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lennard Nilsson.
Lennard Nilsson.
Mynd / ál
Utan úr heimi 4. nóvember 2024

Bændur sterkari saman

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Lennard Nilsson, formaður Cogeca, sem eru hagsmunasamtök evrópskra landbúnaðar- og skógarsamvinnuhreyfinga, telur að allir bændur vilji í grunninn vera umhverfisvænir, enda lifi þeir af náttúrunni.

Einhver þurfi hins vegar að fjármagna slíka breytta búskaparhætti og benti Lennard á mikilvægi samvinnuhreyfinga í því samhengi á fundi NBC í Reykjavík fyrir skemmstu. Þar sagði hann að þegar kemur að orkuskiptum í landbúnaði séu tvær augljósar leiðir fyrir samvinnuhreyfingar að fá fjármögnunina í gegn. Annars vegar geti þau leitað til stjórnvalda og óskað eftir fjárframlögum þar, eða þá að samvinnuhreyfingarnar geti sagst greiða fyrir orkuskiptin sjálf, en þá þurfi neytendur og markaðurinn að taka þátt.

Jafna efnahag bænda

Þegar harðnar á dalnum geta samvinnuhreyfingar skipt miklu máli til að jafna efnahag bænda. Lennard tekur sem dæmi að þegar verð á áburði hækkaði gífurlega eftir innrás Rússa í Úkraínu urðu þeir bændur sem keyptu áburð í gegnum samvinnuhreyfingar ekki fyrir eins miklum áhrifum. Það sé ýmist út af því að hreyfingarnar geti samið um betri verð en stakir bændur eða að þau geti leitað fleiri leiða til að afla hráefnis. Vel rekin samvinnufélög greiði hluta af hagnaði sínum til baka til bænda.

Meðlimir Cogeca koma frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins. Í norðanverðri og vestanverðri Evrópu eiga samvinnuhreyfingarnar það sammerkt að vera búnar að koma vel undir sig fótunum og hafa ráðandi stöðu á markaði. Í sunnanverðri Evrópu er mikill fjöldi minni samvinnuhreyfinga sem þjóna mikilvægu hlutverki í hverju samfélagi og sækja styrk sinn á markaði í gegnum stærri sambönd samvinnuhreyfinga. Í austanverðri Evrópu eiga samvinnuhreyfingar á brattann að sækja vegna arfleifðar kommúnismans og samyrkjubúskapar.

Samvinnuhreyfingar sterkar í Svíþjóð

Lennard er frá Svíþjóð og þekkir umhverfið best þar. Hann segir að langflestir mjólkurframleiðendur séu meðlimir í samvinnufélögum. Nálægt helmingi skógareigenda taki þátt í samvinnuhreyfingu og í kornrækt sé hlutfallið í kringum 70 prósent. Eins og er eru engin sláturhús rekin af samvinnuhreyfingum bænda í Svíþjóð.

Cogeca er með höfuðstöðvar í Brussel og vinnur í nánu samstarfi við Copa, sem eru samtök evrópskra bænda. Saman gæta þau hagsmuna sinna félaga þegar kemur að sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, breytingum á umhverfis- og loftslagskröfum og sjálfbærnikröfum. Cogeca einblínir sérstaklega á hagsmunagæslu sam- vinnufélaga, svo sem þegar kemur að skattlagningu, hvaða stöðu þau hafa í virðiskeðjunni og svo framvegis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...