Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændur skipta sköpum fyrir framtíð okkar sem þjóðar
Lesendarýni 23. september 2021

Bændur skipta sköpum fyrir framtíð okkar sem þjóðar

Höfundur: Ásthildur Lóa Þórsdóttir

„Bóndi er bústólpi“ heyrði ég sagt sem barn og það leikur enginn vafi  á sannleiksgildi þessara orða því að íslenskur landbúnaður er ein af meginstoðum samfélagsins.

Á síðasta ári kom upp veira í heiminum sem setti hann allt að því á hliðina og við erum ekki enn búin að bíta úr nálinni með afleiðingar kórónuveirunnar. Einn dag breyttist allt, öllum að óvörum. Þannig er það með áföll og slys, þau gera almennt ekki boð á undan sér.

Ef eitthvað þessu líkt gerðist í matvælaframleiðslu heimsins, gæti það skipt sköpum fyrir afkomu okkar sem þjóðar að við værum sjálfbær í matvælaframleiðslu og gætum séð okkur öllum fyrir nægum mat.

Við þurfum að vona það besta en vera viðbúin því versta og þess vegna getum við ekki tjaldað til einnar nætur í þessum efnum. Við verðum að horfa til framtíðar og vera viðbúin áföllum.

Hagsmunir neytenda og bænda fara saman

Þó bændur séu sjálfstæðir atvinnurekendur, má segja að þeir séu í vinnu hjá okkur öllum, ríkinu, við að framleiða fæðu fyrir þjóðina. Að sönnu er hægt að kaupa margt frá útlöndum, en viljum við sem þjóð vera upp á það komin? Eðli málsins samkvæmt geta bændur á Íslandi ekki keppt við stór verksmiðjubú hjá milljónaþjóðum og þar verðum við sem samfélagið sem nýtur góðs af, að koma inn og verja afkomu þeirra.

Flokkur fólksins styður bændur en vill á sama tíma að búvörukerfið verði endurskoðað frá grunni þannig að afurðaverð skili sér til þeirra sjálfra mun betur en nú er. Það er vinna sem bændur þurfa að koma að í samvinnu við ríkið.

Það hlýtur að vera allra hagur að framleiðsluverð með sanngjarnri álagningu bænda skili sér til neytenda, án þess að milliliðir maki krókinn um of. Fækkun milliliða er augljós leið til að lækka verð til neytenda.

Við eigum að stefna að útflutningi lífrænna og umhverfisvænna  ávaxta og grænmetis og markaðssetja undir merkjum hreinleika. Til þess að svo geti orðið þarf orkuverð til bænda að lækka verulega.  Orkuverð til bænda ætti aldrei vera hærra en orkuverð til stóriðjunnar.

Bændur vinna fyrir okkur öll

Við hjá Flokki fólksins styðjum fjölbreytt framboð á landbúnaðarvörum til hagsbóta fyrir bændur og neytendur. Sóknarfæri í landbúnaði eru mörg og við styðjum við nýsköpun framsækinna og hugmyndaríkra bænda. Á hinn bóginn er það staðreynd  að við búum í fámennu og harðbýlu landi þannig að landbúnaður mun alltaf þarfnast stuðnings, eins og er raunin í flestum löndum í kringum okkur.

Við eigum að líta á styrki til bænda á sama hátt og við lítum á laun annarra stétta sem hlúa að framtíðinni, eins og t.d. kennara, hjúkrunarfræðinga og listamanna.

Bændur eru lífæð samfélagsins, þeir sjá okkur fyrir fæðu og í framtíðinni getur það skipt sköpum fyrir afkomu okkar sem þjóðar. Sýnum þeim og störfum þeirra virðingu og stuðning.

 

Ásthildur Lóa Þórsdóttir,
formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...