Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bændur gefa fólki tækifæri til að kynnast lífi þeirra og störfum
Fréttir 23. júní 2015

Bændur gefa fólki tækifæri til að kynnast lífi þeirra og störfum

Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Öll býlin í Opnum landbúnaði eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.
 
Á býlunum sem þátt taka í Opnum landbúnaði er að finna upplýsingar um búskap á bænum, gripakost, byggingar og tækni. Heimsóknir þarf þó að panta með fyrirvara nema annað sé tekið fram. Það er gert til þess að bændur geti tekið sér hlé frá bústörfum og verið heima við þegar gestirnir koma.
 
Flest býlin eru fjölskyldubú. Tegund búskapar, umhverfið og mannaflinn á bænum er mismunandi og ákveða bændur samsetningu gestahópa í samræmi við það. Algengast er að gestir fái leiðsögn um búið og nágrenni þess.
 
Öryggismál
 
Sveitabæir eru vinnustaðir. Þar eru stórvirkar vélar og í umhverfinu geta leynst hættur. Áríðandi er að gæta vel að börnum, sleppa ekki hundum lausum á hlaðinu og umgangast húsdýrin af nærgætni.
 
Sóttvarnir
 
Heilbrigði búfjár á Íslandi er gott og smitsjúkdómar fágætir. Ef gestir hafa nýlega verið innan um búfé í öðrum löndum er gott að hafa í huga að sjúkdómar geta borist á milli landa með umgangi. Notið hlífðarklæðnað þar sem það á við. Á öllum bæjum eru einnota skóhlífar og hlífðarsloppar fyrir þá gesti sem þess óska.
 
Gjaldtaka
 
Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga. 
Eftirtaldir bæir eru þátttakendur í Opnum landbúnaði og nánari upplýsingar um bæina er að finna á bondi.is.
 
  • Bjarteyjarsandur - Suðvesturland
  • Grjóteyri – Suðvesturland
  • Hraðastaðir - Suðvesturland
  • Miðdalur - Suðvesturland
  • Hvanneyri - Vesturland
  • Ferjukot - Vesturland
  • Helgavatn - Vesturland
  • Skáney - Vesturland
  • Bjarnarhöfn – Vesturland
  • Erpsstaðir – Vesturland
  • Ytri-Fagridalur – Vesturland
  • Hænuvík – Vestfirðir
  • Gauksmýri – Norðurland vestra
  • Keldudalur – Norðurland vestra
  • Egilsstaðir I – Austurland
  • Hvannabrekka – Austurland
  • Fagridalur – Suðurland
  • Ásólfsskáli – Suðurland
  • Stóra-Mörk III – Suðurland
  • Árbakki – Suðurland
  • Egilsstaðakot – Suðurland
  • Vorsabær II – Suðurland
  • Sólheimar – Suðurland
  • Engi – Suðurland
  • Espiflöt – Suðurland
  • Friðheimar – Suðurland
  • Arnarholt – Suðurland

7 myndir:

Skylt efni: opinn landbúnaður

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...