Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Bændur ekki krafðir um meirapróf
Fréttir 24. október 2025

Bændur ekki krafðir um meirapróf

Höfundur: Þröstur Helgason

Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur fallið frá reglugerðarbreytingu sem hefði kallað á að bændur þyrftu meirapróf á dráttarvélar sínar.

„Vegna frétta um drög að breytingu á reglugerð um ökuskírteini, nr. 830/2011, get ég upplýst að fallið verður frá áformum um þrepaskipt réttindi til aksturs dráttarvéla,“ segir Eyjólfur í færslu á Facebook.

Hann segir reglugerðarbreytinguna hafi verið sett fram að tillögu Samgöngustofu. Meginrök hennar hafi snúið að umferðaröryggi. Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar með umferðarlögum hafi verið bent á að dráttarvélar með stóra og þunga vagna væru í auknum mæli notaðar líkt og vörubílar í almennri umferð.

Eftir talsverða gagnrýni frá hendi meðal annars bænda, samtaka þeirra og sveitarfélaga á reglugerðarbreytinguna í samráðsgátt stjórnvalda hafi Eyjólfur ákveðið að fella hana niður:

„Samráði er nýlokið og að teknu tilliti til umsagna og þeirra áhrifa sem breytingin hefði í för með sér, einkum þess kostnaðar og fyrirhafnar sem hlytist af kröfu um aukin ökuréttindi fyrir bændur, er það niðurstaða mín að fella tillöguna brott.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...