Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tekjur bandaríska ríkisins af tollum á Kína fóru í að greiða bændum bætur.
Tekjur bandaríska ríkisins af tollum á Kína fóru í að greiða bændum bætur.
Mynd / Loren King - Unsplash
Utan úr heimi 18. nóvember 2024

Bændur búast við viðskiptastríði

Höfundur: ást

Eitt helsta kosningaloforð Donalds Trump var að hækka tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum.

Þegar hann var síðast við völd hafði sú stefna neikvæð áhrif á bandaríska bændur þar sem Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Þar í landi er stærsti markaðurinn fyrir bandarískar sojabaunir og eru Kínverjar stór kaupandi af maís. The New York Times greinir frá.

Á árunum 2018 og 2019 voru tollar á bandarískt soja hækkaðir verulega í Kína og misstu bandarískir bændur stórann hluta sinna viðskipta til starfsbræðra sinna í Brasilíu og Argentínu. Bandarísk stjórnvöld brugðust við með því að greiða bændum bætur sem kostuðu ríkið nánast sömu upphæð og fékkst með tollum á kínverskar vörur.

Hagfræðingar hafa varað við að tollastefna Trumps geti aukið verðbólgu og hægt á hagvexti. Hagsmunasamtök bænda búa sig undir það versta með endurkomu Trumps, en samkvæmt þeim munu bandarískir sojabauna- og maísræktendur verða af þúsund milljarða króna viðskiptum á ári ef innflutningstollar í Kína verða hækkaðir upp í 60 prósent. Það muni hafa keðjuverkandi áhrif um allt hagkerfið.

Fulltrúar í kosningateymi Trumps hafa ýmist sagt að forsetinn tilvonandi muni grípa strax til tolla eða láta fyrst reyna á viðræður um viðskiptasamninga.

Skylt efni: bandaríkin

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f