Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tekjur bandaríska ríkisins af tollum á Kína fóru í að greiða bændum bætur.
Tekjur bandaríska ríkisins af tollum á Kína fóru í að greiða bændum bætur.
Mynd / Loren King - Unsplash
Utan úr heimi 18. nóvember 2024

Bændur búast við viðskiptastríði

Höfundur: ást

Eitt helsta kosningaloforð Donalds Trump var að hækka tolla á innfluttar vörur í Bandaríkjunum.

Þegar hann var síðast við völd hafði sú stefna neikvæð áhrif á bandaríska bændur þar sem Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Þar í landi er stærsti markaðurinn fyrir bandarískar sojabaunir og eru Kínverjar stór kaupandi af maís. The New York Times greinir frá.

Á árunum 2018 og 2019 voru tollar á bandarískt soja hækkaðir verulega í Kína og misstu bandarískir bændur stórann hluta sinna viðskipta til starfsbræðra sinna í Brasilíu og Argentínu. Bandarísk stjórnvöld brugðust við með því að greiða bændum bætur sem kostuðu ríkið nánast sömu upphæð og fékkst með tollum á kínverskar vörur.

Hagfræðingar hafa varað við að tollastefna Trumps geti aukið verðbólgu og hægt á hagvexti. Hagsmunasamtök bænda búa sig undir það versta með endurkomu Trumps, en samkvæmt þeim munu bandarískir sojabauna- og maísræktendur verða af þúsund milljarða króna viðskiptum á ári ef innflutningstollar í Kína verða hækkaðir upp í 60 prósent. Það muni hafa keðjuverkandi áhrif um allt hagkerfið.

Fulltrúar í kosningateymi Trumps hafa ýmist sagt að forsetinn tilvonandi muni grípa strax til tolla eða láta fyrst reyna á viðræður um viðskiptasamninga.

Skylt efni: bandaríkin

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...