Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Að því gefnu að bóndinn sem framleiðir kartöflurnar fái 40 kr/kg þá er hans hlutur 6% af smásöluverði.
Að því gefnu að bóndinn sem framleiðir kartöflurnar fái 40 kr/kg þá er hans hlutur 6% af smásöluverði.
Mynd / bbl
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Höfundur: Ritstjórn

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöflum skiptist niður milli mismunandi aðila virðiskeðjunnar.

Árið 2021 voru flutt til landsins 3.920 tonn af frönskum kartöflum á meðalverðinu 162 kr/kg.

Ofan á tollverðið er lagður tollur sem er 46% á lönd innan ESB og Kanada og 76% á önnur lönd. Árið 2021 var 99,5% af innflutningi á lægri tollinum.

Algengt smásöluverð á frönskum kartöflum er á bilinu 550-750 kr/kg. Að því gefnu að bóndinn sem framleiðir kartöflurnar fái 40 kr/kg þá er hans hlutur 6% af smásöluverði.

Innflutningsverð samkvæmt gögnum hjá Hagstofu Íslands árið 2021 var 162 kr/kg. Miðað við 46% toll leggjast 75 kr/kg á vöruna, þannig að hlutur tollsins af smásöluverði er 10%. Samanlagður hluti heildsölu og smásölu er 349 kr/kg eða 54%.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...