Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bændasamtökin mæla með því að takmarka heimsóknir á bú
Fréttir 13. mars 2020

Bændasamtökin mæla með því að takmarka heimsóknir á bú

Bændasamtök Íslands hafa fylgst náið með þróun mála vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á landann og alla heimsbyggðina. Matvælastofnun hefur gefið út mikilvægar leiðbeiningar til bænda og annarra matvælaframleiðenda um það hvernig bregðast skuli við og lágmarka áhættu af völdum veirunnar.

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og Embætti landlæknis vegna COVID-19. Samkomubann og niðurfelling skólahalds í framhalds- og háskólum í næstu viku mun hafa mikil áhrif á daglegt líf og störf fólks.

Tryggjum hnökralausa búvöruframleiðslu

Í ljósi aðstæðna hvetja Bændasamtökin sína félagsmenn til þess að fylgjast náið með þróun mála og kynna sér allar tiltækar upplýsingar um kórónuveiruna og áhrif hennar á starfsemi bænda. Bændasamtökin mæla með því að heimsóknir á bú og samgangur á milli fólks sé í algjöru lágmarki. Nýtum fjarfundabúnað, tölvupóst og síma í samskiptum eins og hægt er. Þessar ráðstafanir eru til að sporna við veirusmiti á milli manna og tryggja hnökralausa búvöruframleiðslu.

Ekki er hætta á að fólk smitist með því að neyta matar og ekkert bendir til þess að kórónuveiran berist með matvælum samkvæmt áliti Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA). COVID-19 er ekki matarborinn sjúkdómur en þeir sem eru í einangrun ættu þó ekki að útbúa mat fyrir aðra að ráðum landlæknis.

Samkvæmt upplýsingum sem Matvælastofnun hefur gefið út er fólki, sem úrskurðað hefur verið í sóttkví vegna hugsanlegs smits af völdum kórónaveiru og er einkennalaust, heimilt að vinna við uppskeru grænmetis og mjaltir séu ekki aðrir þar að störfum líka. Mælt er með að einstaklingar á sauðfjár-, nautgripa-, svína-, alifugla- og hrossabúum sem hafa smitast leiti allra leiða til að fá afleysingu. Ef óhjákvæmilegt er að sýktur einstaklingur sinni störfum á slíkum búum þarf hann að gæta ýtrustu smitvarna og fylgja leiðbeiningum um heimaeinangrun á vef Embættis landlæknis.

Viðbragðshópur bænda

Bændasamtökin hafa fundað með sínum aðildarfélögum og sett á fót viðbragðshóp sem hefur m.a. það hlutverk að samhæfa aðgerðir bænda, vera í samskiptum við stjórnvöld, koma á afleysingaþjónustu og miðla upplýsingum til bænda og almennings um það sem varðar landbúnað.

Upplýsingar um kórónuveiruna og áhrif hennar er m.a. að finna á eftirtöldum vefjum:
• Embætti landlæknis, www.landlaeknir.is
• Landspítalinn, www.landspitali.is
• Leiðbeiningar til framlínustarfsmanna í atvinnulífinu
• Matvælastofnun, www.mast.is
• Ríkislögreglustjóri – Almannavarnadeild, www.almannavarnir.is
• Upplýsingasíða almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra og Embættis landlæknis um COVID-19, www.covid.is/
• Upplýsingasíða dAton um útbreiðslu og stöðu COVID-19 um allan heim, www.daton.is/covid19

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...