Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændasamtökin hvetja til tafalausra bóta á verkferkferlum við blóðtöku úr fylfullum hryssum
Fréttir 22. nóvember 2021

Bændasamtökin hvetja til tafalausra bóta á verkferkferlum við blóðtöku úr fylfullum hryssum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu í framhaldi af útgáfu myndbands frá þýsku dýraverndarsamtökunum AWF/TSB sem sýnir meðferð á hryssum við blóðtöku. Matvælastofnun hefur myndbandið til rannsóknar.

„Einn af megin styrkleikum íslensks landbúnaðar er að hér gilda framsæknar reglur um dýravelferð. Bændasamtök Íslands ætlast til að bændur fylgi þessum reglum án undantekninga og munu hér eftir sem hingað til fordæma slæma meðferð á dýrum enda hafa samtökin ávallt lagt áherslu á að íslenskur landbúnaður sé til fyrirmyndar hvað varðar dýravelferð og góðan aðbúnað.

Um blóðmerahald gilda lög um velferð dýra, nr. 55/2013, sbr. síðari breytingar og reglugerð um velferð hrossa, nr. 910/2014. Eftirlit með framkvæmd laganna og reglugerðarinnar er á höndum MAST. Afar ströng viðurlög eru við því þegar slík frávik koma upp.

Bændasamtökin hvetja alla aðila í þessari atvinnugrein, MAST og Ísteka að hefja tafarlaust vinnu við að bæta eftirlit, þjálfun og verkferla til að koma í veg fyrir að tilvik eins og þessi komi upp í framtíðinni. Lýsa samtökin sig reiðubúin til þess að aðstoða eftir föngum," segir í tilkynningu frá Gunnari Þorgeirssyni, formanni BÍ.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...