Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændasamtökin fara fram á þriggja ára aðlögunartíma
Mynd / Bbl.
Fréttir 13. maí 2019

Bændasamtökin fara fram á þriggja ára aðlögunartíma

Höfundur: Ritstjórn

Bændasamtökin fara fram á það að gildistöku laga, sem heimilar m.a. innflutning á hráu ófrosnu kjöti og ferskum eggjum, verði frestað í að minnsta kosti þrjú ár. Þau telja að undirbúningur fyrir breytingarnar sé ekki nægur og nauðsynlegt sé að tryggja fjármögnun þeirra mótvægisaðgerða sem ráðherra hefur lagt til. Þá leggja samtökin til að fylgst verði með sýklalyfjaónæmi í matvælum og markaðssetning þeirra gerð óheimil ef ónæmar bakteríur greinast í þeim.

Lagafrumvarp sem heimilar innflutning á hráu ófrosnu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk og mjólkurafurðum er nú til umfjöllunar á Alþingi. Bændasamtök Íslands hafa í umsögnum sínum og umfjöllun um málið lagst gegn samþykkt þess. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur kynnt aðgerðaáætlun í fimmtán liðum sem ætlað er að efla matvælaöryggi, tryggja vernd búfjárstofna og bæta samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu.

Óraunhæft að koma aðgerðaáætlun í verk fyrir 1. september

Í fréttatilkynningu frá BÍ segir að nú, þegar stefnir í afgreiðslu málsins, sé ljóst að óraunhæft er með öllu að aðgerðaáætlun ráðherra hafi einhver raunveruleg áhrif fyrir gildistöku laganna sem áætluð er 1. september næstkomandi. "Mikil vinna er eftir til þess að útfæra og innleiða tillögur sem þar er að finna og jafnframt á eftir að svara veigamiklum spurningum um fjármögnun sem ekki liggur fyrir," segir í tilkynningunni.

Þriggja ára frestun og aukið eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í matvælum

Í ljósi stöðu málsins fara Bændasamtökin fram á að gildistöku laganna verði frestað í að minnsta kosti þrjú ár og um leið að gripið verði til ákveðinna aðgerða til að lágmarka það tjón sem hlotist getur af. Í fyrsta lagi að tryggja fjármögnun og framkvæmd þeirra mótvægisaðgerða sem ráðherra hefur lagt til. Í öðru lagi er nauðsynlegt er að þar til bærri stofnun verði á aðlögunartíma falið að gera greiningarmörk vegna sýklalyfjaónæmra baktería í matvælum (þ.á m. kjöti og grænmeti) og að markaðssetning á afurðum sem í ræktast sýklalyfjaónæmar bakteríur verði gerð óheimil. Ljóst er að skilgreint og aukið fjármagn þarf í þá vinnu og eftirlit. Að öðru leyti þarf að fara í stórátak til að draga úr eða stöðva aukningu á útbreiðslu á sýklalyfjaónæmi í landbúnaðarafurðum.

Auðvelt að glata sérstöðu okkar

Rök Bændasamtakanna gegn innflutningi á hráu kjöti, eggjum og ógerilsneyddri mjólk hafa komið fram í ræðu og riti undanfarin misseri. Þau benda á að samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar gagnvart erlendri framleiðslu geti ekki talist jöfn og að greinin búi yfir ýmiss konar sérstöðu sem auðvelt er að glata. "Sérfræðingar hafa bent á að afnám takmarkana á innflutningi, svo sem frystiskyldu, muni þýða verulega aukna áhættu á ýmsum sviðum fyrir heilsu manna og dýra. Matarsýkingum fjölgi og meiri hætta verði á að hingað berist bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum."

Bændasamtökin segja í lok tilkynningar sinnar að vilji Alþingi sýna ábyrgð gagnvart íslenskum landbúnaði og innlendri matvælaframleiðslu verði að fresta gildistöku laganna til að aðgerðir ráðherra hafi í það minnsta möguleika á að hafa áhrif.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...