Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Á bændamarkaðnum við Stuðlagil eru vörur úr sveitinni boðnar til sölu sem konur á Jökuldal og brottfluttar, aðallega eldri konur, hafa búið til.
Á bændamarkaðnum við Stuðlagil eru vörur úr sveitinni boðnar til sölu sem konur á Jökuldal og brottfluttar, aðallega eldri konur, hafa búið til.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 27. ágúst 2024

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í sumar hefur bændamarkaður verið rekinn á Grund á Jökuldal við Stuðlagil, fjölsótta ferðamannastaðinn.

Ingibjörg Friðbergsdóttir og Kolbrún Sigurðardóttir á bændamarkaðnum.

Á markaðnum eru vörur úr sveitinni boðnar til sölu sem konur á Jökuldal og brottfluttar, aðallega eldri konur, hafa búið til. Megnið af þeim eru ullarvörur, en einnig handunnir skartgripir og ýmiss konar annað handverk. Verður markaðurinn opinn fram yfir miðjan ágúst.

Tenging við sveitina

Rekstraraðili er fjölskyldan á Grund á Jökuldal og er Kolbrún Sigurðardóttir 77 ára verslunarstjóri markaðarins. Dóttir hennar, Stefanía Katrín Karlsdóttir, segir ferðamenn afar ánægða með þetta því þeir vilja kaupa af heimamönnum, handgert og tengja sig við þá.

„Undirbúningsvinna fyrir opnun markaðarins stóð yfir í vetur. Til dæmis var lagt mikið í hönnun og voru fengnir hönnuðir til að hanna útlit, vörumerki, umbúðir, merkimiða og fleira. Byggt var á hugmyndafræðinni um að endurnýta, tengja við sveitina, náttúrulegt og liti svæðisins og sögu þess. Þess vegna erum við með upplýsingar um konurnar úr sveitinni sem sitja og prjóna eða föndra yfir veturinn – og við seljum fyrir þær,“ segir Stefanía.

Að hennar sögn styrkti uppbyggingarsjóður Austurlands hluta hönnunarkostnaðar. „Það var gífurlega mikilvægt því undirbúningur og hönnun er oft vanmetinn kostnaður en niðurstaðan og útkoman verður miklu betri. Nú erum við með konsept sem byggir á markaði og skemmtilegu umhverfi hans. Við erum með á þessum sama stað auk markaðar, veitingavagn, salerni, tjaldsvæði og bílastæði fyrir Stuðlagil.“

Skógrækt og ferðaþjónusta

Á Grund var stundaður sauðfjárbúskapur fram á tíunda áratuginn. „Þá var skorið niður og við snérum okkur að skógrækt og núna ferðaþjónustu. Mamma mín er með fast heimili hér ásamt því að vera með heimili á Egilsstöðum,“ segir Stefanía.

Spurð um fjölda ferðamanna við Stuðlagil þetta sumarið, segir segir hún hann vera svipaðan og í fyrra. Þó sé eitthvað færra af rútum með hópa.

Ullarvörur, handunnir skartgripir og ýmiss konar annað handverk er til sölu á markaðnum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...