Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bændahóparáðgjöf – hvað er það?
Mynd / Helga Halldórsdóttir
Á faglegum nótum 7. nóvember 2023

Bændahóparáðgjöf – hvað er það?

Höfundur: Helga Halldórsdóttir

Í upphafi árs bauð RML í fyrsta skipti upp á Bændahópa, sem er ný nálgun er kemur að ráðgjöf til bænda.

Fyrirmyndin er fengin frá Finnlandi þar sem mjög góður árangur hefur náðst með þessari tegund ráðgjafar.

Finnskur sérfræðingur, Anu Ella, hefur veitt RML kennslu og ráðgjöf en mikilvægt er að hafa reynslumikinn einstakling með sér í þessu verkefni þar sem aðferðir og nálganir eru ólíkar því sem ráðunautar almennt nota í ráðgjöf til bænda. Hver hópur samanstendur af 10 búum og tveimur ráðanautum.

Unnið er með viðfangsefni sem bændur taka þátt í að velja og móta en nú er unnið með efni sem tengist jarðrækt, svo sem bættri nýtingu áburðar og hagkvæmari gróffóðuröflun.

Nú fer að líða að lokum fyrsta ársins hjá tveimur fyrstu hópunum og það hefur verið gefandi og skemmtilegt að vinna saman með bændunum að þeim viðfangsefnum sem voru valin í upphafi með fjölbreyttum aðferðum og nálgunum.

Á næsta ári geta hóparnir svo haldið áfram saman og boðið verður upp á nýja hópa í þessu
spennandi verkefni.

Grein þessi er hluti af blaðauka sem fylgdi með 20. tbl. Bændablaðsins að tilefni 10 ára afmælis Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...