Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændafundir
Leiðari 25. ágúst 2022

Bændafundir

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands

Í þessari viku er stjórn Bændasamtakanna, ásamt starfsfólki, í hringferð um landið til samtals við bændur.

Á heimasíðu samtakanna bondi.is, á samfélagsmiðlum og í útvarpi, hvar auglýsingar um fundina óma, er hægt að kynna sér hvar á landinu við verðum. Þema fundaraðarinnar að þessu sinni er Samtal um öryggi, þar sem meginstefið verður umfjöllun og umræður um fæðuöryggi, öryggi bænda og afkomuöryggi. Það er mikil tilhlökkun hjá stjórn og starfsfólki Bændasamtakanna að hitta bændur og taka samtalið um helstu málefnin sem snúa að landbúnaði og starfsskilyrðum bænda. Þegar þetta er ritað, höfum við þegar lokið góðum og gagnlegum fundum í Borgarnesi, Ísafirði og Húnaþingi vestra og á leið til fundar við Skagfirðinga. Það er von mín að þessir fundir verði okkur öllum til gagns þar sem við getum átt málefnalegt samtal um áskoranir í landbúnaði og þau mál sem við eigum að leggja áherslu á á komandi vikum og mánuðum í starfi samtakanna með hag bænda í fyrirrúmi.

Fram undan í starfi Bændasamtakanna

Að loknum sumarleyfum hófu þrír nýir starfsmenn störf hjá samtökunum en þau eru Sverrir Falur Björnsson hagfræðingur og Stella Björk Helgadóttir markaðsfræðingur. Þá hefur Gunnar Gunnarsson hagfræðingur verið ráðinn til að sinna sérverkefnum fyrir samtökin. Þau bætast við öflugan hóp starfsmanna Bændasamtakanna og vil ég bjóða þau hjartanlega velkomin til starfa. Með ráðningu þessara starfsmanna erum við að leggja grunn að endurskoðun búvörusamninga sem er á grunni núgildandi samninga með endurskoðunarákvæði á árinu 2023. Mikilvægt er fyrir okkur að huga vel að undirbúningnum fyrir komandi endurskoðun og jafnframt leggja grunn að nýjum samningi 2026. Slíkur undirbúningur er afar mikilvægur í hagsmunabaráttunni til að við náum samfellu í áherslum bænda við framtíðarstefnu um fæðuöryggi, á sama tíma og atvinnugreininni er ætlað að draga úr kolefnisspori framleiðslunnar.

Í næstu viku flytja Bændasamtökin og Bændablaðið í nýtt skrifstofuhúsnæði á 4. hæð í Borgartúni 25. Mikil vinna hefur farið fram í að verða heilt ár að undirbúa flutning samtakanna úr húsnæðinu að Hagatorgi 1, Bændahöllinni, þar sem skrifstofa samtakanna hefur verið til húsa í að verða 60 ár. Þetta hefur tekið ansi mikinn tíma af starfsfólki samtakanna enda sagan löng og yfirfullar geymslur af alls kyns dóti sem endurspegla þá löngu íveru sem samtökin hafa haft í húsnæðinu. Mikið af þessu dóti hefur fengið annað líf eða verið fundinn nýr samastaður fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar.

Dagur landbúnaðarins og Landbúnaðarsýningin

Í fyrsta skiptið verður haldinn dagur landbúnaðarins, en hann mun fara fram þann 14. október nk. á Hótel Nordica. Framtíðin verður í fyrirrúmi á þessari fyrstu ráðstefnu samtakanna þar sem sjónum verður beint að fæðuöryggi, umhverfis- og loftslagsmálum og hringrásarhagkerfinu. Er það von mín að ráðstefnan verði að árlegum viðburði hér eftir, enda snerta málefni landbúnaðarins okkur öll.

Eftir hádegi sama dag verður svo stórsýningin Íslenskur landbúnaður haldin í Laugardalshöll, en sýningin mun standa yfir dagana 14.-16. október en Bændasamtökin munu bjóða félagsmönnum sínum til sýningarinnar.
Gert er ráð fyrir yfir 100 sýnendum sem munu kynna alla þætti íslenskrar landbúnaðarframleiðslu og nýja búnaðartækni þannig að báðir aðilar, bæði framleiðendur og neytendur, hafi hag af. Síðasta sýning árið 2018 sló öll aðsóknarmet og er áhuginn fyrir sýningunni í haust síst minni.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...