Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændabýlin þekku
Mynd / Teikningar / Halldór Pétursson
Líf og starf 7. ágúst 2024

Bændabýlin þekku

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Steingrími Thorsteinssyni.

Steingrímur fæddist árið 1831 á Arnarstapa á Snæfellsnesi og ólst þar upp. Fór í latínuskólann í Reykjavík fimmtán ára gamall. Lauk embættisprófi í málfræði og sögu frá háskólanum í Kaupmannahöfn.

Á Hafnarárum sínum lagði hann stund á bókmenntir og fagurfræði og þýddi þá á íslensku ýmis fræg ritverk, auk þess sem eftir hann birtust allmörg kvæði. Eftir 21 árs óslitna dvöl í Danmörku gerðist Steingrímur kennari við latínuskólann í Reykjavík. Var hann þá orðinn þjóðkunnur af kvæðum sínum og þýðingum. Rektor við sama skóla, sem þá nefndist Hinn almenni menntaskóli, varð hann sjötíu og þriggja ára að aldri.

Af þýðingum Steingríms eru Þúsund og ein nótt og Ævintýri Andersens kunnastar. Þá þýddi hann fjölda ljóða eftir ýmis frægustu skáld Evrópu og orti sjálfur í anda rómantísku stefnunnar.

Yrkisefni Steingríms eru oft bundin við náttúruna, fegurð landsins og árstíðirnar. Í kvæðum sínum bregður hann upp mynd umhverfisins og laðar fram þann hugblæ, sem við það er bundinn.

Hann lést árið 1913. 

Sveitasæla
Man ég grænar grundir,
glitrar silungsá,
blómabökkum undir,
brunar fram að sjá.
Bændabýlin þekku
bjóða vina til,
hátt und hlíðarbrekku,
hvít með stofuþil.

Léttfætt lömbin þekku
leika mæðrum hjá,
sæll úr sólskinsbrekku
smalinn horfir á.
Kveður lóu kliður,
kyrrlát unir hjörð.
Indæll er þinn friður,
ó, mín fósturjörð.

Ó, þú sveitasæla,
sorgarlækning bezt,
værðar vist indæla,
veikum hressing mest,
lát mig, lúðan stríðum,
loks, er ævin dvín,
felast friðarblíðum
faðmi guðs og þín.

Skólaljóð, Ríkisútgáfa námsbóka, 1964

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...