Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bændablaðið í 30 ár
Leiðari 10. janúar 2025

Bændablaðið í 30 ár

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir, ritstjóri.

Í mars verða þrjátíu ár síðan Bændablaðið kom fyrst út undir merkjum þá nýstofnaðra Bændasamtaka Íslands. Saga blaðsins nær þó aftur til ársins 1987 og á upphaf sitt að þakka einkaframtaki nokkurra bændasona sem komu sér saman um að stofna blað fyrir bændur landsins.

Blaðið hefur síðan þá stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum grundvelli og hefur það þróast með breyttum tímum, tíðaranda og tækniframförum. Það hefur dafnað vel og er nú mest lesni prentmiðill landsins. Því verður einkar ánægjulegt að fagna sögu þess og grósku kringum stórafmælið á næstunni.

Afhendingaröryggi á koltvísýringi

Jákvæðar fregnir bárust mér nýlega til eyrna. Fyrirtækið Linde Gas tilkynnti viðskiptavinum sínum að með auknum innflutningi sínum á koltvísýringi horfi í að enginn skortur verði á framboði þess á árinu. Fyrirtækið ætti því að geta staðið við skuldbindingar sínar gagnvart garðyrkjubændum sem skipta við fyrirtækið. Þeir munu þannig ekki lengur neyðast til að takmarka notkun á koltvísýringi í gróðurhúsum sínum og taka á sig afkomutjón vegna skerðingar á afhendingu þess eins og fjallað hefur verið um á síðum Bændablaðsins.

Þá hefur fyrirtækið Veldix hafið afhendingu á koltvísýringi m.a. til garðyrkjustöðva. Auk þess munu bæði fyrirtækin vera að gera tilkall til lóða við Laxabraut í Ölfusi fyrir súrefnis- og köfnunarefnisverksmiðjur. Því er kominn vísir að samkeppni á markaði. Þetta hljóta að vera góðar fréttir en augljóst er að sívaxandi eftirspurn mun verða eftir koltvísýringi miðað við stórtæka uppbyggingu landeldis á svæðinu og væntingar um aukna matvælaframleiðslu á Íslandi.

Fjöreggið og forréttindin

Fyrir áramót sagði ég upp störfum sem ritstjóri Bændablaðsins. Í áratug hef ég starfað fyrir Bændasamtökin og notið þess að vinna í öruggu og lifandi starfsumhverfi. Á þriðja ár hefur mér einnig verið treyst til að halda utan um hið magnaða fjöregg sem Bændablaðið er.

Við höfum unnið eftir markmiðum sem fólust meðal annars í því að efla efni blaðsins með metnaðarfullri blaðamennsku og viðhalda styrk þess sem trausts þekkingarbrunns. Á þessum tíma hefur lestur blaðsins aukist, sér í lagi meðal yngri lesenda, og umferð um vefinn okkar og samfélagsmiðla hefur margfaldast. Þetta hefur blaðinu tekist vegna þess að hjá því starfar metnaðarfullt fólk sem leggur sig alltaf fram við að skapa sterkan miðil í nærandi vinnuumhverfi. Það eru forréttindi að fá að taka þátt í mótun Bændablaðsins og vinna með mínu allra besta samstarfsfólki, sem er mér sem fjölskylda. Ég mun vinna ötullega og af heilindum fyrir Bændablaðið þar til ný manneskja tekur við keflinu á næstu mánuðum.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...