Bændablaðið á Suðurskautinu
Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið í ársbyrjun og sendi blaðinu þessa mynd því til sönnunar.
Mun þetta vera síðasta heimsálfan sem blaðið átti eftir að stinga niður fæti í og má því segja að blaðið hafi nú borist um heim allan. Í baksýn sést Boing 747-vél Icelandair; Snæfell.
„Myndin er tekin á Union Glacier Blue-Ice Runway, 730 metra þykkri íshellu undir Ellsworthfjallgarðinum, á yfirráðasvæði Síle. Flugum frá Punta Arenas, tæpar fjórar klukkustundir hvora leið.
Við erum í birgðaflutningum, sem og að fara með ferðamenn sem þrá útivist í miðju „hvergi“, segir Hjörleifur til skýringar.
