Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga.
Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga.
Lesendarýni 13. júlí 2022

Ábyrg kaup á líflömbum

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá MAST.

Matvælastofnun hvetur til arfgerðagreininga með tilliti til næmis gegn riðusmiti og að bændur nýti þá þekkingu í sinni ræktun.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Mikilvægt er að líflömb sem flutt eru milli bæja/svæða til kynbóta og/ eða sem nýr fjárstofn á svæðum þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu séu arfgerðagreind.

Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga. Verndandi arfgerðin ARR hefur raunar ekki fundist á líflambasölusvæðum enn sem komið er, en arfgerðin AHQ finnst þar í einhverjum mæli og er flokkuð sem „lítið næm arfgerð“.

Hér á landi er hlutlausa arfgerðin ARQ algengust en áhættuarfgerðin VRQ er því miður einnig nokkuð algeng.

Arfgerðin T137, sem hefur sýnt sig að vera verndandi arfgerð í tilteknum fjárstofni á Ítalíu, hefur fundist í íslensku fé og því er vænlegt að rækta fé með þá arfgerð.

Í gildi er reglugerðarákvæði sem kveður á um (3. gr. reglugerðar nr 217/2012) að: Þar sem fram hefur farið niðurskurður vegna riðu skal þó einungis heimilt að flytja líflömb sem hafa ekki VRQ arfgerðina á búið.

Samkvæmt ákvæðinu er bannað að flytja lömb með VRQ áhættuarfgerðina inn á bú þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu. Ekki er ábyrgt að kaupa fé með VRQ arfgerðina á aðra bæi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...