Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga.
Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga.
Lesendarýni 13. júlí 2022

Ábyrg kaup á líflömbum

Höfundur: Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá MAST.

Matvælastofnun hvetur til arfgerðagreininga með tilliti til næmis gegn riðusmiti og að bændur nýti þá þekkingu í sinni ræktun.

Sigurbjörg Ólöf Bergsdóttir

Mikilvægt er að líflömb sem flutt eru milli bæja/svæða til kynbóta og/ eða sem nýr fjárstofn á svæðum þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu séu arfgerðagreind.

Verndandi arfgerðir gegn riðu hafa nú fundist á Íslandi og mikið í húfi að nýta þær í baráttunni gegn riðuveiki í öllu ræktunarstarfi sauðfjár, hvort heldur sem er við kaup á lömbum eða notkunar sæðinga. Verndandi arfgerðin ARR hefur raunar ekki fundist á líflambasölusvæðum enn sem komið er, en arfgerðin AHQ finnst þar í einhverjum mæli og er flokkuð sem „lítið næm arfgerð“.

Hér á landi er hlutlausa arfgerðin ARQ algengust en áhættuarfgerðin VRQ er því miður einnig nokkuð algeng.

Arfgerðin T137, sem hefur sýnt sig að vera verndandi arfgerð í tilteknum fjárstofni á Ítalíu, hefur fundist í íslensku fé og því er vænlegt að rækta fé með þá arfgerð.

Í gildi er reglugerðarákvæði sem kveður á um (3. gr. reglugerðar nr 217/2012) að: Þar sem fram hefur farið niðurskurður vegna riðu skal þó einungis heimilt að flytja líflömb sem hafa ekki VRQ arfgerðina á búið.

Samkvæmt ákvæðinu er bannað að flytja lömb með VRQ áhættuarfgerðina inn á bú þar sem skorið hefur verið niður vegna riðu. Ekki er ábyrgt að kaupa fé með VRQ arfgerðina á aðra bæi.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...