Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar.
Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar.
Mynd / Eddie Pipocas
Fréttir 7. júlí 2023

Avókadó innkallað

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun varar við neyslu á avókadó frá vörumerkinu Avocado Hass, sem Bananar ehf. flytja inn frá Perú.

Hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði (RASFF) sendi íslenskum yfirvöldum tilkynningu um of mikið magn kadmíum í nokkrum framleiðslulotum. Bananar ehf. og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa unnið saman að innköllun varanna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá MAST. Þær vörur sem um ræðir eru avókadó í neti, avókadó í lausu og 2pack avókadó sem selt er í gegnum Bónus og Hagkaup um allt land, ásamt ýmsum stóreldhúsum. Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur: LOT 25G og LOT 26B (24-03).

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að farga henni eða skila til Banana ehf. í Korngörðum gegn endurgreiðslu.

Á Vísindavefnum kemur fram að kadmíum hafi ekki þekkt hlutverk í lífverum og geti haft eitrunaráhrif í litlu magni. Kadmíum skemmir meðal annars nýru og lungu, veikir beinin og getur verið krabbameinsvaldandi. Kadmíum telst til þungmálma sem safnast fyrir í lífverum og gróðri og berast upp fæðukeðjuna.

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...