Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar.
Nokkrar framleiðslulotur af avókadó í Bónus og Hagkaup hafa verið innkallaðar.
Mynd / Eddie Pipocas
Fréttir 7. júlí 2023

Avókadó innkallað

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Matvælastofnun varar við neyslu á avókadó frá vörumerkinu Avocado Hass, sem Bananar ehf. flytja inn frá Perú.

Hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður á markaði (RASFF) sendi íslenskum yfirvöldum tilkynningu um of mikið magn kadmíum í nokkrum framleiðslulotum. Bananar ehf. og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafa unnið saman að innköllun varanna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá MAST. Þær vörur sem um ræðir eru avókadó í neti, avókadó í lausu og 2pack avókadó sem selt er í gegnum Bónus og Hagkaup um allt land, ásamt ýmsum stóreldhúsum. Innköllunin á einungis við eftirfarandi framleiðslulotur: LOT 25G og LOT 26B (24-03).

Neytendum sem keypt hafa vöruna er bent á að farga henni eða skila til Banana ehf. í Korngörðum gegn endurgreiðslu.

Á Vísindavefnum kemur fram að kadmíum hafi ekki þekkt hlutverk í lífverum og geti haft eitrunaráhrif í litlu magni. Kadmíum skemmir meðal annars nýru og lungu, veikir beinin og getur verið krabbameinsvaldandi. Kadmíum telst til þungmálma sem safnast fyrir í lífverum og gróðri og berast upp fæðukeðjuna.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...