Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Þau Viktor Logi Sigurðsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, Helga Melsted, Sindri Mjölnir Magnússon og Rakel Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem ávextir, grænmeti og ber.
Þau Viktor Logi Sigurðsson, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir, Elín Hrönn Jónsdóttir, Hrefna Ósk Jónsdóttir, Helga Melsted, Sindri Mjölnir Magnússon og Rakel Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem ávextir, grænmeti og ber.
Líf og starf 2. október 2024

Ávaxtakarfan í Hveragerði

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Eins og vani er á haustin eru áhugaleikhúsin komin á fullt og eitt þeirra, Leikfélag Hveragerðis, frumsýndi nú á dögunum.

Þau tóku fyrir leikverkið Ávaxtakörfuna en það tekur á viðkvæmu efni, einelti og fordómum. Ávaxtakarfan er þó lífleg og skemmtileg samkunda ávaxta sem búa saman í körfu eins og nafnið ber til kynna.

Sagan segir frá Mæju jarðarberi sem er lögð í einelti af hinum í körfunni af því hún er ekki ávöxtur heldur ber og því ætlað að þrífa og þjóna hinum. Immi ananas, voldugasti ávöxturinn, ætlar að krýna sjálfan sig konung sem fer úrskeiðis þegar Gedda gulrót kemur í körfuna. Íbúar körfunnar gera sér smám saman grein fyrir því að útlit skiptir ekki máli heldur innrætið. Þetta er leikrit sem eldist vel og á erindi við alla, jafnt nú sem fyrir rúmum 20 árum er verkið var fyrst kynnt áhorfendum.

Leikstjórn er í höndum Gunnars Gunnsteinssonar, en hann leikstýrði Ávaxtakörfunni einnig í Óperunni árið 1998 og í Austurbæ 2005. Andrea Gylfadóttir sér um söngþjálfun.

Frumsýning var laugardaginn 28. september.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...