Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gísli blómabóndi Jóhannsson í Dalsgarði gægist út á milli fagurra rósa
Gísli blómabóndi Jóhannsson í Dalsgarði gægist út á milli fagurra rósa
Gamalt og gott 2. september 2019

Austurlamb seldi rösk tvö tonn í vefsölu

Bændablaðið greindi frá því í janúar 2004 að Austurlamb hefði selt tvö tonn dilkakjöts eftir sláturtíðina 2003 í gegnum vefinn sinn austurlamb.is, sem þó var undir væntingum og nægði ekki fyrir föstum kostnaði við verkefnið. 

Í fréttinni er rætt við Sigurjón Bjarnason um verkefnið, sem gekk út á að neytendur veldu sér sjálfir frá hvaða bita af lambinu þeir vildu og frá hvaða bæ lambakjötið væri.

Austurlamb starfaði síðan í tíu ár, þangað til en hefur legið niðri síðan 2014 og í nýlegu viðtali Bændablaðsins við Sigurjón upplýsir hann að starfseminni hafi verið formlega hætt. 

„Þetta gekk út á að útvega viðskiptavinum bestu bitana úr bestu skrokkunum sem sérvöru en ekki „bulk“ vöru. Það er dapurt að þessi starfsemi skuli aflögð, en ég hef sjálfur hvorki haft tíma, fjármuni né bakland eða stuðning til að fylgja þessu eftir. Ég er þó enn þeirrar trúar að svona þjónusta sé eitthvað sem fólk er að leita eftir. Þá tel ég líka að þarna sé óplægður akur hvað varðar veitingahús. Til þess þarf þó bakstuðning einhverrar afurðastöðvar sem þær virðast ekki tilbúnar til að veita. Það er því með nokkurri eftirsjá að nú er verið að loka heimasíðu verkefnisins og segja upp léninu www.austurlamb.is,“ sagði Sigurjón í viðtalinu.
 
Á sömu fréttasíðu frá tölublaðinu árið 2004 er greint frá markaðsátaki blómabænda - en það var sett í gang vegna gjaldþrotahrinu sem farið hafði um greinina. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f