Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Aura – dömupeysa
Líf og starf 26. ágúst 2025

Aura – dömupeysa

Höfundur: Prjónakveðja, stelpurnar í Handverkskúnst www.garn.is

Peysan er prjónuð ofan frá niður. Garnið Onion no 4 er dásamleg blanda af ull og netlutrefjum. Létt og mjúkt garn.

Stærðir: S (M) L (XL) - Yfirvídd: 95 (100) 105 (110) cm. - Sídd: 58 (60) 62 (64) 66 cm mælt frá öxl og niður.

Garn: No. 4 Organic Wool + Nettles frá ONIONKnit - 9 (10) 11 (12) dokkur. Litur á mynd nr 11 douce grøn.

Prjónar: Hringprjónn 60 cm nr 3 og 40 og 60-80 cm nr 3,5. Sokkaprjónar nr 3.

Prjónfesta: 23L x 30 umf á prjóna nr 3,5 = 10 x 10 cm í sléttu prjóni.

Skammstafanir: L = lykkja/ur / br = brugðið / snúið sl = prjónið slétt í aftari lykkjubogann / PM = prjónamerki / T&V= Snúið við, takið fyrstu lykkju óprj af prjóninum með bandið fyrir framan stykkið, sláið um prjóninn (lykkjan verður tvöföld). Þegar þessi lykkja er síðan prjónuð aftur eru eru bæði böndin prjónuð sem 1L.

Útaukning um 2L: Takið upp þráðinn á milli 2ja lykkja, prjónið 1L snúið brugðið og 1L slétt í sömu lykkju, það myndast gat.

Uppskrift: Fitjið upp 104 (104) 112 (112) lykkjur á 40 cm prjón nr 3,5mm. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem markar upphaf umferðar og prjónið 4 umferðir slétt. Aukið út í næstu umferð um 8 lykkjur jafnt yfir = 112 (112) 120 (120) lykkjur, prjónið 1 umferð slétt. Upphækkun á bakstykki er prjónuð með German Short rows aðferðinni (ef þú vilt ekki gera upphækkun, hoppar þú yfir þennan kafla).

Staðsetjið annað prjónamerki eftir 56 (58) 60 (62) 64 lykkjur. Prjónið slétt að PM nr 2, færið merki, prjónið 5L slétt. T&V, prjónið brugðið að PM, færið merki, prjónið 5L brugðið, snúið við. Haldið áfram að prjóna fram og til baka og prjónið 5 lykkjur fram yfir síðasta snúning þar til þú hefur prjónað alls 8 sinnum snúning (4 sinnum hvoru megin). Nú má fjarlægja seinna prjónamerkið sem var sett inn.

Prjónið næstu umferð þannig: 2 slétt, *útaukning um 2L, 4 slétt* endurtakið frá *-* út umferð og endið á útaukning um 2L, 2 slétt = 168 lykkjur á prjóninum. Prjónið 13 (14) 15 (16) umferðir slétt. Prjónið útaukningu: 3 slétt, *útaukning um 2L, 6 slétt* endurtakið frá *-* út umferð og endið á útaukning um 2L, 3 slétt = 224 lykkjur á prjóninum . Prjónið 13 (14) 15 (16) umferðir slétt. Prjónið útaukningu: 4 slétt, *útaukning um 2L, 8 slétt* endurtakið frá *-* út umferð og endið á útaukning um 2L, 4 slétt = 280 lykkjur á prjóninum . Prjónið 13 (14) 15 (16) umferðir slétt. Prjónið útaukningu: 5 slétt * útaukning um 2L, 10 slétt* endurtakið frá *-* út umferð og endið á útaukning um 2L, 5 slétt.

Eingöngu stærðir L og XL prjónið næstu umferð þannig 14 slétt *takið upp þráðinn á milli 2ja lykkja og prjónið snúið slétt (myndast ekki gat), 28 lykkjur slétt* endurtakið frá *-* út umferð. Nú eru 336 (336) 348 (348) lykkjur á prjóninum.

Skipting bols og erma: Setjið inn 4 prjónamerki og skiptið stykkinu í bol og ermar þannig: setjið 1. merki eftir 32 (32) 35 (35) lykkjur (ermi), 2. merki eftir næstu 104 (104.) 107 (107) lykkjur (bolur), 3. merki eftir næstu (64) 67 (67) lykkjur (ermi), 4. merki eftir næstu 104 (104) 107 (107) lykkjur (bolur), nú eru 32 (32) 35 (35) lykkjur að upphafsprjónamerki sem tilheyra fyrri ermi. Prjónið í hring og aukið út fyrir laska í 2. hverri umferð með því að prjóna út-H, 1 sl, út-V við hvert prjónamerki sem sett voru inn.

Aukið út þannig:

Stærð S: engin útaukning, prjónið 14 umferðir slétt.

Stærð M: aukið út fyrir laska 3x, prjónið 9 umferðir slétt

Stærð L: aukið út fyrir laska 3x, prjónið 10 umferðir slétt

Stærð XL: aukið út fyrir laska 6x, prjónið 5 umferðir slétt

Setjið lykkjur fyrir ermar á band/ Hannyrðir: Aura – dömupeysa snúru 64 (70) 76 (82) lykkjur, fitjið upp 8 nýjar lykkjur hvoru megin = 220 (232) 242 (254) lykkjur á bol. Prjónið slétt í hring þar til bolur mælist 31 (32) 33 (34) cm (mælt frá skiptingu erma og bols). Skiptið yfir á hringprjón nr 3 og prjónið 14 umferðir stroff: 1L snúið slétt, 1L brugðið. Fellið af með teygjanlegri affellingu þannig: *sláið bandið um prjóninn, prjónið 1 snúið sl, 1 br, lyftið fyrri lykkju ásamt uppáslætti yfir seinni lykkju* endurtakið frá *-* út umferð.

Ermi: Færið ermalykkjurnar 64 (70) 76 (82) á 40 cm hringprjón nr 3,5 og fitjið upp/takið upp 8 lykkjur. Prjónið slétt í hring en í fyrstu umferð aukið út um 12 (12) 12 (12) lykkjur eins og á berustykki þannig að útaukningar komi í beinni línu frá berustykki, þ.e. 12 lykkjur á milli útaukninga = 84 (90) 96 (102) lykkjur á prjóninum. Prjónið slétt þar til ermin mælist 46 (48) 50 (52) cm. Prjónið 1 umferð og fækkið lykkjum jafnt yfir í 42 (44) 48 (52) lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið 14 umferðir stroff eins og á bol og fellið af með teygjanlegri affellingu.

Frágangur: gangið frá endum, þvoið flíkina og leggið til þerris.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...