Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ársfundur RML var haldinn á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi fimmtudaginn 30. október. Fundinum var jafnframt streymt og er upptaka aðgengileg á Youtube.
Ársfundur RML var haldinn á Hótel Vesturlandi í Borgarnesi fimmtudaginn 30. október. Fundinum var jafnframt streymt og er upptaka aðgengileg á Youtube.
Mynd / RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þess að miðla upplýsingum um rekstur félagsins, stöðu þeirra verkefna sem unnið er að og til að skapa umræðuvettvang fyrir bændur til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Í kynningu Karvels L. Karvelssonar, framkvæmdastjóra RML, kom fram að hagnaður fyrirtækisins á árinu 2024 fyrir skatta voru 30 milljónir, sem er breyting til batnaðar um 29 milljónir. EBITDA ársins 2024 var jákvæð um 17 milljónir, eða 1,5 prósent, en var neikvæð um 11 milljónir árið 2023, eða mínus eitt prósent. Karvel sagði fyrirtækið vera í eigu bænda og í sjálfu sér ekki vera hagnaðardrifið.

Um 31 prósent teknanna koma í gegnum rekstrarframlög, 41 prósent tekjur af seldri vöru og þjónustu og 28 prósent tekjur af verksamningum. Karvel segir töluverðar breytingar í þessum hlutföllum borið saman við nokkur ár aftur í tímann. Skýrist það meðal annars vegna átaksverkefna eins og riðuarfgerðagreinar í sauðfé.

Bændur hafa aðgang að nokkrum forritum í gegnum RML og kynnti Karvel breytingar sem hafa átt sér stað þar eða eru í farvatninu. Forrit eins og Huppa, sem kúabændur nota, og Fjárvís, sem sauðfjárbændur nota, skalast núna í farsíma og hefur allt viðmótið verið hannað upp á nýtt. Þá hafa miklar breytingar verið gerðar á WorldFeng, sem er skýrsluhaldsforrit fyrir íslenska hesta um allan heim. Enn fremur er unnið að nýrri heimasíðu fyrir RML sem fer í loftið innan skamms. 

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...