Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður Beint frá býli.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður Beint frá býli.
Mynd / smh
Líf&Starf 2. maí 2017

Auka þarf virkni félaga í Beint frá býli

Höfundur: smh
Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, var haldinn 8. apríl síðastliðinn í Litlu sveitabúðinni í Nesjum í Hornafirði. Nýja stjórn félagsins skipa þau Hanna Kjartansdóttir, Leirulæk, Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Erpsstöðum, og Sigrún H. Indriðadóttir, Stórhóli, sem rekur Rúnalist – og kemur hún ný inn í stjórn í stað Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur, Háafelli.
 
Að sögn Þorgríms hefur stjórnin ekki komið saman til að skipta með sér verkum, en hann gerir ráð fyrir að vera áfram formaður. Tvö fræðsluerindi voru flutt á aðalfundinum, annars vegar af Elva Sævarsdóttur, ráðgjafa í uppsetningu gæðakerfis, sem ræddi um uppbyggingu gæðakerfis fyrir smáframleiðendur og hins vegar af Svavari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Landssambands sauðfjárbænda, sem fjallaði um ímyndarvinnu sauðfjárbænda og möguleika á tekjuaukningu með því að mjólka ær og framleiða osta úr mjólkinni. 
 
Þorgrímur segir að mæting á aðalfundinn hafi verið frekar dræm.
 
Beint frá býli tíu ára á næsta ári
 
„Það voru bornar upp breytingartillögur á samþykktum félagsins og voru þær flestar smávægilegar, utan að breyting á kosningu til stjórnar var breytt þannig að nú er stjórnin kosin til eins árs í einu í stað þriggja. 
 
Félagið verður tíu ára á næsta ári og fór nokkur tími í að ræða þau tímamót og hvernig auka megi virkni félaga. Það eru rétt tæplega 100 félagar í Beint frá býli en mjög fáir eru virkir í framleiðslu eða þátttöku í starfi félagsins. Margir þeirra sem ég hef rætt við veigra sér við að fara af stað með heimavinnslu og -sölu vegna þungra og oft á tíðum óskýrra krafna frá yfirvöldum. Margir nefna að það gangi hægt að fá svör frá Matvælastofnun þegar leitað er ráða hjá henni. Þá er greinilegt að það vex fólki í augum að ráðast í þær fjárhagslegu skuldbindingar sem fylgir því að koma á fót lítilli matvælavinnslu og margir telja það of dýrt.
 
Sú hugmynd kom upp á fundinum að stjórnin leggi land undir fót á haustdögum og heimsæki félaga og ræði um framtíðina,“ segir Þorgrímur. 

Skylt efni: beint frá býli

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...