Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 1. ágúst 2021

Auglýst eftir umsóknum um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju vegna útiræktunar á grænmeti, kartöflum og garð­ávöxtum til manneldis á Afurð.is, greiðslukerfi landbúnaðarins. Uppskera er forsenda fyrir jarðræktarstyrk.

Umsóknum skal skilað eigi síðar en 15. ágúst næstkomandivegna ræktunar á yfirstandandi ári.

Skilyrði fyrir veitingu stuðnings eru fullnægjandi skil á skýrsluhaldi og fullnægjandi túnkort af ræktunar­spildu sem sótt er um styrk fyrir í samræmi við ákvæði reglugerðar um stuðning við garðyrkju nr. 1273/2020.

Framlag á hvern hektara (ha) fyrir hvert bú tekur mið af heildarfjölda hektara sem sótt er um. Fjöldi hektara sem sótt er um reiknast í samræmi við eftirfarandi stuðla:

 

Fjöldi ha sem sótt er um            Stuðull umsóttra ha

1-30 ha                                    1,0 fyrir rótarafurðir

1-30 ha                                    4,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar

> 30 ha                                    0,7 fyrir rótararfurðir

> 30 ha                                    3,0 fyrir afurðir ræktaðar ofanjarðar

 

Hver framleiðandi getur ekki fengið hærri greiðslur samtals en 10% af því fjármagni sem til ráð­stöf­unar er árlega.

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...