Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Endurhemt votlendis.
Endurhemt votlendis.
Mynd / ÁÞ
Á faglegum nótum 9. febrúar 2021

Auglýst eftir umsóknum landeigenda sem hafa áhuga á endurheimt votlendis

Höfundur: Landgræðslan

Landgræðslan auglýsir nú eftir umsóknum frá landeigendum sem hafa áhuga á endurheimt votlendis á sínu landi. Styrk­veiting er greiðsla á öllum fram­kvæmdar­kostnaði við endur­heimt votlendissvæða.

Þess má geta að í fyrra bárust bárust þrjár umsóknir frá landeigendum á sunnanverðu Snæfellsnesi og svo heppilega vildi til að tvær jarðanna liggja saman. Samtals eru þessar tvær jarðir um 100 hektarar sem er stærsta samfellda votlendissvæðið sem Landgræðslan hefur endurheimt á einum stað.

Á svona stóru svæði eru aðstæður fjölbreyttar og úrlausnarefnin mörg. Það fer því ekki hjá því að reynslan á Snæfellsnesi mun nýtast vel við endurheimt votlendis í framtíðinni. Verktakar unnu á svæðinu frá október til loka nóvember og unnu afar gott verk undir leiðsögn Landgræðslunnar. Endurheimt votlendis á öðrum stöðum tókst vel.

Þegar búið er að fara yfir um­sóknir sem berast að þessu sinni, og velja þær sem koma til álita, munu starfsmenn Landgræðslunnar heimsækja eigendur jarðanna og leggja mat á hvort svæðin uppfylli skilyrði sem sett eru. Í framhaldinu verða svæðin kortlögð og ýmsar athuganir gerðar. Í þeirri vinnu má helst nefna athugun á vatnsbúskap svæðanna, kortlagningu skurða og svæða á milli þeirra og innsetningu vatnshæðarröra til að mæla breytingar á grunnvatnsstöðu ásamt drónamyndatökum. Ýmist eru verktakar fengnir úr heimabyggð til að vinna verkin eða landeigendur gera sjálfir það sem gera þarf.

Venja er að leyfa landinu að jafna sig í nokkra mánuði eftir framkvæmdir að hausti. Svæðin eru síðan tekin út næsta vor til að athuga hvort sé þörf á lagfæringum á skurðafyllingum eða stíflum. Þá eru myndir teknar og væntanlegar framkvæmdir kortlagðar.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landgræðslunnar, www.land.is

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...