Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Teitur Björn Einarsson.
Teitur Björn Einarsson.
Lesendarýni 28. maí 2021

Auðlindanýting og framþróun í landbúnaði

Höfundur: Teitur Björn Einarsson

Auðlindir þjóða eru ekki gefin stærð. Verðmæti þeirra hvíla fyrst og fremst á því hversu vel þær eru nýttar, hverju þarf að kosta til við nýtinguna og hvað fæst fyrir afurðirnar. Þekking og framtak, fjármagn og rannsóknir, allt þetta og meira þarf til svo að náttúruauðlindir verði að verðmætum og gagnist hverri þjóð.

Við Íslendingar búum við miklar náttúruauðlindir, til sjós og lands. Á þessum auðlindum hvílir velmegun okkar og án þeirra væru lífskjör miklum mun lakari hér en við eigum að venjast.

Verðmæti helstu auðlinda okkar hefur vaxið mjög á undanförnum árum og áratugum. Sjálfbær og skynsamleg nýting í takti við fjárfestingar og öflugt markaðsstarf er lykillinn að þeirri þróun og ef vel er á haldið eigum við Íslendingar gríðarleg tækifæri til að auka þannig að um munar velferð okkar.

Nýjar auðlindir hafa litið dagsins ljós, s.s. fiskeldi, en sennilega skipta ekki minna máli öll þau fyrirtæki og starfsemi sem á rætur sínar að rekja til auðlindanýtingar. Má í því sambandi nefna fyrirtæki eins og Marel sem á rætur í sjávarútvegi og þau fjölmörgu matvælafyrirtæki sem nú spretta upp m.a. í tengslum við aukna innanlandsneyslu í tengslum við ferðaþjónustu.

Landbúnaðurinn er ómissandi

Ég tel að ef við berum gæfu til að tryggja íslenskum landbúnaði hagstætt og gott rekstrarumhverfi sem bætir afkomu bænda munum við sjá þar sömu þróun og t.d. í sjávarútvegi. Líklegt er að fram komi fleiri framsækin og öflug fyrirtæki sem byggja útflutning sinn eða viðskipti á innlendum markaði á sérstöðu okkar í landbúnaði. Mikil tækifæri eru til nýsköpunar og betri nýtingar hráefna. Þá eru einnig tækifæri til atvinnusköpunar byggð á þekkingu og reynslu af landbúnaðinum.

Í sjálfu sér er erfitt að spá fyrir um nákvæmlega hvernig fyrirtæki munu ná bestum árangri eða í hvaða greinum þau munu starfa. Í því sambandi má rifja upp að ein af helstu ástæðum þess að Svisslendingar urðu umsvifamiklir í lyfjaiðnaði má rekja til þess að mikil þekking í efnaiðnaði var til staðar í landinu á 19. öld þar sem Svisslendingar voru þá framarlega í því að lita meðal annars ull og önnur klæði.

Á forsendum byggðanna

Tækifærin eru til staðar, svo lengi sem tryggt er að grundvöllurinn, þ.e. almennt rekstrarhæfi landbúnaðarins, sé rétt lagður. Í veröld þar sem möguleikinn á því að rekja uppruna vöru er mikilvægur, hreinleiki hennar og öryggi mynda samkeppnisforskot og ímynd lands og þjóðar gegnir lykilhlutverki, eigum við Íslend­ingar mikil tækifæri.

Byggðir landsins, þar sem bændur eru í framlínunni, geta nýtt sér þessa möguleika á sínum forsendum. Okkur vantar ekki dugandi og áræðið kunnáttufólk, sá hópur er stór. En til þess að hægt verði að nýta tækifærin þurfa nauðsynlegir innviðir að vera til staðar, það þarf aðgengi að fjármagni til nýsköpunar og framþróunar og síðast en ekki síst þarf að ríkja stöðugleiki og sátt um rekstrarumhverfi landbúnaðarins. Sé allt þetta til staðar munu sérkenni framleiðslunnar á hverjum stað verða að sóknarfærum, stórum og smáum, og byggðir landsins eflast og dafna.

Teitur Björn Einarsson
Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...