Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“
„Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!“
Lesendarýni 12. maí 2023

Atvinnuuppbygging í hinum dreifðari byggðum í uppnámi

Höfundur: Sigurjón Þórðarson, varaþingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.

Bændasamtök Íslands og fleiri aðilar, á borð við Landsvirkjun, gerðu alvarlegar athugasemdir við frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingu á raforkulögum sem opnar á að nýir notendur verði rukkaðir um óskilgreindan viðbótarkostnað.

Sigurjón Þórðarson.

Landsvirkjun bendir á að frumvarpið geti unnið gegn markmiðum um orkuskipti og samdrátt í kolefnislosun. Bændasamtök Íslands benda á hið augljósa, þ.e. að óskilgreindur viðbótarkostnaður gangi gegn markmiðum byggðaáætlunar sem og tilgreindum markmiðum sem sett eru fram í matvæla- og landbúnaðarstefnum stjórnvalda.

Það er óskiljanlegt að meirihluti atvinnuveganefndar, með Stefán Vagn Stefánsson, þingmann Framsóknarflokksins, í formennsku, taki í engu mið af alvarlegum athugasemdum og snúi jafnvel út úr þeim í nefndaráliti sem lagt var fram við aðra umræðu um málið á þingi.

Í umræddu nefndaráliti er reynt að telja almenningi trú um það að sérstakur viðbótartengikostnaður á nýja notendur í hinum dreifðu byggðum geti jafnvel hvatt til framkvæmda!

Það á eftir að fjalla um málið í þriðju umræðu á þingi og mikilvægt er að ná fram breytingum á málinu, þannig að framþróun og nýsköpun á landsbyggðinni sé ekki sett í uppnám. Svo undarlegt sem það nú er að á sama tíma og ríkisstjórnin gefur út opna gjaldheimtu á nýsköpun í hinum dreifðu byggðum, þá er formaður Framsóknarflokksins með frumvarp sem kallast Samþætting áætlana.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...