Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Sveinn Runólfsson hverfur úr embætti Landgræðslustjóra þann 30. apríl næstkomandi. Átta umsækjendur eru um starf hans.
Sveinn Runólfsson hverfur úr embætti Landgræðslustjóra þann 30. apríl næstkomandi. Átta umsækjendur eru um starf hans.
Mynd / Myndasafn Landgræðslunnar
Fréttir 22. mars 2016

Átta sækja um embætti landgræðslustjóra

Höfundur: MHH / smh

Umsóknarfrestur um starf landsgræðslustjóra rann út 20. mars síðastliðinn. Átta umsækjendur eru um embættið en valnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem skipar í embættið til fimm ára.

Umsækjendurnir eru:

  • Anna Guðrún Þórhallsdóttir, prófessor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands
  • Árni Bragason, forstjóri NordGen
  • Benedikt Arnórsson, bóndi
  • Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðumaður sviðs miðlunar og grunngerðar hjá Landmælingum Íslands
  • Guðmundur Stefánsson, sviðsstjóri á landverndarsviði hjá Landgræðslu ríkisins
  • Rannveig Anna Guicharnaud, jarðvegsfræðingur hjá Resource and Climate Consultancy
  • Rodrigo Ademar Martinez Catala, Environmental Educator hjá Camping La Belvedere
  • Þórunn Pétursdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins

Í auglýsingu ráðuneytisins kemur fram að unnið er að endurskoðun laga um landgræðslu, meðal annars um starfsemi stofnunarinnar. Markmiðið er sagt að efla starf við gróður- og jarðvegsvernd, uppgræðslu og sjálfbæra landnýtingu. Nýr landgræðslustjóri mun fá það verkefni að framfylgja breytingunni.

Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri lætur af störfum vegna aldurs þann 30. apríl næstkomandi eftir 44 ára starf.

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...