Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Átt þú alifugla í bakgarði? – Komum í veg fyrir að alifuglar smitist af fuglaflensu
Fréttir 11. mars 2021

Átt þú alifugla í bakgarði? – Komum í veg fyrir að alifuglar smitist af fuglaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í síðasta Bændablaði var ítarlega rætt um alvarlega stöðu fuglaflensu í Evrópu og víðar í heiminum. Þar kom einnig fram að töluverðar líkur eru á að alvarlegt afbrigði fuglaflensaveiru geti borist til landsins með komu farfugla. Algengasta afbrigði í Evrópu um þessar mundir er H5N8 en einnig hafa greinst veirur af gerðinni H5N1, H5N3, H5N4 og H5N5.


Brigitte Brugger, sérgreina­dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Mast, segir að allar þessar gerðir smita fyrst og fremst fugla og líkur á smiti í fólki eru litlar. „Þó er alltaf möguleiki á að fuglaflensuveirur geti borist í fólk og er því rétt að gæta smitvarna við umhirðu hugsanlega sýktra fugla, með því að nota að lágmarki sérstakan hlífðarfatnað ásamt hönskum og grímu. Eins og nýlegt dæmi um smit í starfsfólki á alifuglabúi í Rússlandi sýnir, eykst smithætta í fólki við aukna umgengni á sýktum dýrum. Í því tilfelli komu upp væg einkenni í sjö starfsmönnum á alifuglabúi sem voru að vinna við aflífun alifugla sem smitaðir voru af H5N8. Þrátt fyrir þetta er það mat Sóttvarnarstofnunar Evrópu að sýkingarhætta fyrir almenning af H5N8 sé mjög lítil en fyrir starfsfólk smitaðs bús sé hún ívið meiri en þó lítil.“

Niðurskurður getur orðið nauðsynlegur

Ef fuglaflensa kemur upp í alifuglum eða í öðrum fuglum í haldi er gripið til niðurskurðar sem allra fyrst. Að sögn Brititte er nauðsynlegt að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að veiran nái að fjölga sér í fuglahópnum, sem myndi auka líkur á enn frekari útbreiðslu smits.

„Fuglaeigendur eru hvattir til að kynna sér efni á veraldarvefnum um einkenni skæðrar fuglaflensu, en þeim er einnig lýst á vef Matvælstofnunar, https://www.mast.is/is/baendur/alifuglaraekt/fuglaflensa.

Vegna þess hversu alvarlegar afleiðingar fuglaflensu eru, skiptir öllu máli að koma eftir fremsta megni í veg fyrir að smit berist í alifugla og aðra fugla sem eru í haldi manna. Hér á landi eru mestar líkur á smiti frá villtum fuglum, ólíkt því sem er á meginlandi Evrópu þar sem einnig er töluverð hætta á að smit berist með dýrum og tækjum og tólum milli alifuglabúa vegna tíðra greininga þar.“

Hindra snertingu villtra og alifugla

Fuglaflensuveiran finnst í driti, munnvatni og vessum úr augum og nefi sýktra fugla. Þess vegna ganga smitvarnir aðallega út á að hindra að villtir fuglar komist í snertingu við alifugla og að drit frá villtum fuglum falli ekki í gerði og stíu alifuglanna.

Það má búast við að Matvælastofnun leggi til við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti að það fyrirskipi hertar sóttvarnir eftir miðjan mars þegar farfuglum fer að fjölga verulega.

Ráðlagt er:

að fuglar séu í húsum eða yfirbyggðum gerðumað hús og gerði séu fuglaheld

að minnsta kosti með því

að setja fuglanet yfir loftræstitúður, op og glugga á fuglahúsum

að aðskilnaður sé á milli alifugla og villtra fugla

að ekkert í umhverfi fuglahúsa laði að villta fugla

að hattar séu á öllum lóðréttum loftræstitúðum nema á útblásturstúðum vélrænnar loftræstingar

að óviðkomandi fólki sé bannaður aðgangur

að notaður verði hlífðarfatnaður í fuglahúsunum sem eingöngu er notaður þar

að hendur séu þvegnar með sápu og vatni fyrir og eftir umhirðu fuglanna

að fóður og drykkjarvatn alifugla sé ekki aðgengilegt villtum fuglum

að drykkjarvatnsból séu þannig frágengin að ekkert berist í þau yfirborðsvatn og fugladrit

að endur og gæsir séu aðskildar frá hænsnfuglum

að ekki séu fluttir fuglar á milli staða nema vitað sé að heilsufar fugl á báðum stöðum sé gott.

„ Matvælastofnun hefur hafið söfnun á upplýsingum um núverandi fjölda og nákvæma staðsetningu allra alifugla landsins. Allir sem halda alifugla, hænsnfugla, kalkúna, endur, gæsir, kornhænur eða aðra fugla sem gefa af sér afurðir til manneldis, eru hvattir til að skrá fuglana. Tilgangur skráningarinnar er meðal annars að Matvælastofnun geti haft samband við alifuglaeigendur á tilteknu svæði ef upp kemur fuglaflensa í villtum fuglum eða í alifuglum svæðinu. Ekki er þörf á skráningu á alifuglahaldi sem nú þegar er með leyfi stofnunarinnar fyrir frumframleiðslu matvæla,“ segir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma.


Skráningar fara fram í gegnum þjónustugátt á vef stofnunarinnar, www.mast.is.

Skylt efni: alifuglar | fuglaflensa | fugla | Mast

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...