Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori
Hannyrðahornið 29. júlí 2025

Atlantshafið og árstíðirnar – Húnaflói að vori

Höfundur: Katrín Andrésdóttir

Þetta sjal vann til verðlauna í hönnunarsamkeppni í Danmörku fyrir nokkrum árum, þar sem þemað var hafið. Katrín Andrésdóttir hannaði. Það er mælt með fimm hespum af Þingborgar-tvíbandi, jurtalituðu og/eða sauðalitum í þetta sjal og pakkar með efni fást í Ullarversluninni Þingborg. Eins er hægt að velja þá liti sem til eru í Þingborg, þar er frábært úrval af jurtalituðu bandi.

Eins er hægt að nota einfaldan eða tvöfaldan Þingborgarlopa, allt eftir því hvernig áferðar er óskað. Blanda af einföldum lopa og LoveStory frá Helene Magnússon er líka frábær blanda í þetta sjal. Svo má líka láta hugmyndaflugið ráða hvaða efni er notað, allt eftir því hvað er til hverju sinni. Um að gera að prófa sig áfram.

Sjalið:

Prjónið er þannig uppbyggt að byrjað er neðst, prjónaðir þríhyrningar, síðan teknar upp lykkjur sitthvoru megin á tveim þríhyrningum og prjónaður nýr þríhyrningur. Þú velur sjálf hvernig þú vilt velja litina og raða þeim, athugaðu bara að ef þú ætlar ekki að hafa það röndótt þá þarftu amk fjóra liti.

Efsta bylgjuumferðin er prjónuð með styttum umferðum, sömuleiðis slétti lokakaflinn. v&s = „vefja og snúa“, bandi brugðið aftur (fram) fyrir óprjónaða lykkju, prjónað til baka.

Hér eru fínar leiðbeiningar um styttar umferðir: http://knotions.com/techniques/how-to-knit-shortrows/

Haf:

1. umferð: Fitjaðar upp 32 lykkjur, prjónuð ein umferð. Síðan prjónaðar saman tvær lykkjur í upphafi hverrar umferðar. Prjónaðir sjö þríhyrningar.

2. umferð: Teknar upp fimmtán lykkjur á sitthvorri skammhlið tveggja þríhyrninga, alls 30 lykkjur. Tvær lykkur prjónaðar saman í upphafi hverrar umferðar. Endabútar: Teknar upp 15 lykkjur af skammhliðinni, tvær lykkjur prjónaðar saman við upphaf hverrar umferðar frá skammhlið. Allir endabútar prjónaðir á sama hátt þótt lykkunum fækki.

3. umferð: Teknar upp fjórtán lykkjur á sitthvorri skammhlið tveggja þríhyrninga, alls 28 lykkjur. Tvær lykkur prjónaðar saman í upphafi hverrar umferðar.

4. umferð: Teknar upp þrettán lykkjur á sitthvorri hlið tveggja þríhyrninga alls 26 lykkjur. Tvær lykkjur prjónaðar saman í upphafi hverrar umferðar.

5. umferð: Teknar upp tólf lykkjur á sitthvorri hlið, alls 24 lykkjur. Tvær lykkur prjónaðar saman í upphafi hverrar umferðar.

6. umferð: Teknar upp ellefu lykkjur á sitthvorri hlið, alls 22 lykkjur. Tvær lykkur prjónaðar saman í upphafi hverrar umferðar.

7. umferð: Lokaumferðin eða upphafið að himninum. Teknar upp tíu lykkjur sitthvoru megin.

Síðan prjónaðar 14 lykkjur (að miðju og fjórar lykkjur til viðbótar), v&s, prjónaðar 8 lykkjur (að miðju og fjórar til viðbótar), v&s prjónaðar níu lykkjur (að miðju og fimm til viðbótar) og svo áfram koll af kolli þar til allar lykkjunar eru prjónaðar. Ganga þannig frá öllum efstu vikunum, þá eru 130 lykkjur á prjóninum. Ekki prjóna saman v&s lykkjurnar.

Himinn:

Styttar umferðir OG prjónaðar saman lykkjur, sjalið fellur því vel að herðunum.

Prjónaðar 69 (65 að miðju, + 4) lykkjur, v&s, prjónaðar 8 lykkjur, v&s.

Síðan prjónað þar til 1 lykkja er að v&s, tvær lykkjur prjónaðar saman, (v&s prjónað saman)

Prjónaðar þrjár lykkjur, v&s. Endurtekið þar til allar lykkur hafa verið prjónaðar. Fellt af.

Upphaflega hugmyndin að bylgjunum kemur úr sjali frá Olga Jazzy, http://olgajazzy.c m/patterns/aranami/

Fleiri hafa notað þessar bylgjur,

https://www.masondixonknitting. com/introducing-eddy-wrap/

Bylgjurnar koma líka fyrir í bókinni Op-Art socks.

Einnig hef ég séð þær í rússnesku vélprjóni.

Skemmtileg prjóntækni sem býður upp á marga möguleika!

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...